Við erum verðmæt og elsku verð .. punktur ..

Lítið barn fæðist verðmætt – og án allra afreka er það elskað heitt og innilega. –
Það er svo mikilvægt að viðhalda þessari elsku, og tengja hana ekki við það sem barnið síðan gerir, við einkunnir þess eða íþróttaafrek, tónlistarkunnáttu eða hvað sem er. Barn – og líka fullorðin börn, eru skilyrðislaust verðmæt – án allra verka og eiga skilið að vera elskuð heitt og innilega alveg eins og hvítvoðungar – sem kann ekkert annað en að VERA. –

Hvers vegna er mikilvægt að trúa þessu? Að við sjálf trúum að við séum svona elskuð og verðmæt án ytri merkimiða eins og stöðu, titils eða afreka? – Það er vegna þess að ef við miðum verðmæti okkar eða rétt til að vera elskuð við eitthvað ytra – myndast ójafnvægi. Ein manneskja er þá orðin verðmætari en önnur og ein á meiri elsku skilið (að okkar mati) en önnur.

Við eigum öll skilið að elska og vera elskuð, eins og við erum akkúrat í dag. – Hvort sem við erum öryrkjar eða bankastjórar – útlendingar eða Íslendingar, barn eða gamalmenni.

Við erum fyrst og fremst fólk – og öll erum við einhvern tímann börn og verðmæti okkar rýrnar ekki með aldri.

Ef við tryðum þessu öll – þá væri samfélagið öðruvísi og sjálfsmyndin sterkari. Með sterka sjálfsmynd – þar sem við upplifum okkur skilyrðislaust elskuð og verðmæt, líður okkur vel og þá getum við gefið svo miklu meira af okkur og þá meiðum við ekki aðra, eða leitumst við að þóknast og geðjast til að öðlast viðurkenning – eða elsku frá öðrum. –

baby

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s