Lítil stúlka var læst inni á almenningssalerni. – Mamman lagðist á gólfið, eins og snákur – og skreið undir til að komast til stelpunnar. – Það fyrsta sem áhorfanda datt í hug var að þessi móðir ætti að fá „móðir ársins“ verðlaunin, EN svo hugsaði hún:
„Hefði ekki verið einfaldara fyrir litlu stúlkuna að leggjast á magann og smokra sér út“..
Þegar þú kennir börnunum að þú munir bjarga þeim tekur þú frá þeim valdið (og kannski ánægjuna) – og þau munu í framtíðinni læsast inni, og bíða eftir mömmu – eða öðrum – til að bjarga sér. –
Börnum er kennt að vera háð foreldrum sínum, – og þegar við verðum fullorðin yfirfærist það oft á makann.
Þetta hefur annars vegar með meðvirkni að gera og hins vegar með valdeflingu. „You disempower or empower“ – við gröfum undan valdi – eða valdeflum hvort viljum við frekar gera?
Þetta er svipað og munurinn á því að gera fyrir fólk eða kenna fólki að gera sjálft. – Það er þessi „I can do it“ valdefling sem er svo mikilvæg. –
Það er oft freistandi að gera fyrir fólk og upplifa sig eins og „móðir ársins“ – en á kostnað hvers væri það? –
„Sjáðu – ég get sjálf mamma!“ .. 🙂