Áskorun lífsins er að vera þau sem við raunverulega erum …

„Be who you REALLY are“  ..  þetta heyri ég og les hjá hverjum „meistaranum“ á fætur öðrum.  Í nótt hlustaði ég á Neale Donald Walsch – og eftirfarandi eru þankar frá þeim fyrirlestri:

Við fæðumst fullkomin,  þau sem við raunverlulega erum.  Ef þú horfir í augu nýfædds barns – sérðu fullkomnun.  Tilgangurinn er ekki að verða betri – heldur að viðhalda þessu barnslega,  viðhalda hreinleikanum.   Við þurfum ekki að bæta neinu við,  eða eignast eitthvað.   Framgangan er í raun öfug.   Við erum hér til að gefa og sýna fram á hver við erum.    Við erum fædd guðdómleg  (í guðs mynd).

  1. Vertu uppsprettan.   Ef við höldum að okkur skorti eitthvað – setjumst niður og rifjum það upp að við erum uppsprettan.   (Smá útúrdúr – en þetta minnir á betlarann sem sat á kassanum og betlaði, en það var ekki fyrr en honum var bent á að kassinn væri fullur af gulli að hann gerði sér grein fyrir því sem hann ætti,  við sitjum s.s. ÖLL á svona kassa, en áttum okkur ekki alltaf á því – eða trúum því ekki).  –   Ef við erum uppsprettan – þá getum við gefið eins og við höfum nóg.   Verum uppspretta skilnings, þolinmæði og samúðar – í lífi annarra.  Þegar við gefum,  upplifum að við erum nóg og höfum nóg,    Við ættum að líta til baka og sjá hvað við höfum nú þegar áorkað í lífinu,  og að við séum komin fram á þennan dag –  í lífinu,  þrátt fyrir allt sé ákveðinn meistaradómur.

2. Það er ekkert að í lífinu okkar –  allt er eins og það á að vera. 

Verum uppsprettan,  verum fullkomnunin.   Hvernig getum við séð þessa fullkomnun?   Það sem er að gerast núna –  er að við erum að sýna fraam á og upplifa kjarna þess sem við raunverulega erum.     Ef við segjum:   ´Ég er ljósið“  Hvernig myndum við vita að við erum ljós ef það væri ekkert myrkur?   Ef við værum kerti nálægt sólinni,  myndum við ekki sjjá ljósið.    Ef við erum umkringd myrkri – enn formæla himnunum eða bölva myrkrinu.   Verum ljósið í myrkrinu – og verum öðrum ljós svo þeir geti vitað hver þú ert.   Hvernig eigum við þá að mæta myrkrinu?  –  Með þakklæti.   Verum þakklát fyrir allar aðstæður.    Ef við viljum tjá okkur í kærleika eða að fyrirgefa,  þurfum við ekki þær aðstæður sem gefa tilefni til fyrirgefningar?     Aðeins með því að samþykkja aðsætður og að blessa þær mætum við þeim.     „Blessa þau sem ofsækja þig vertu ljós sem skín inn í myrkrið“ ..   Ef að einhver biður okkur um eina flík – gefum aðra líka.    Við getum verið í þessum heimi en ekki af þessum heimi.  –    Ef við viljum það sem við höfum – munum við að lokum fá það sem við viljum.   „What you resist persist“  og það sem við horfum á hverfur.    Gefum það sem við óskum eftir að fá og deilum því sem við höldum að við eigum ekki nægilega af.

Við eigum ekki að vera kyrr í ofbeldissamabandi,  það er ekki eitthvað til að samþykkja.  við eigum ekki að vera eins og dyramottur og segja: „Gjörðu svo vel að ganga á mér“ –  En ofbeldissambandið er kannski tækfæri fyrir okkur til að koma með yfirlýsingu – hver við erum.   Erum við verðmæt?     Við myndum elska okkur nægilega til að fjarlægja okkur úr sambandinu,  það væri það kærleiksríkasta fyrir okkur sjálf og þann sem við værum í sambandi með.    Stundum áttum við okkur á því – eftir slíkst samband að við vorum í myrkrinu,  en við vorum ljósið í myrkrinu  – og ekki bölva myrkrinu heldur þakka því fyrir að við fengum tækifæri til að vera ljósið. –   Stundum er það þannig að fólk þakkar – eftir á –  þá lífsreynslu að hafa verið í ofbeldissambandi vegna þessa tækifæris.   Hinn aðilinn er í raun einhvers konar vegastika –   eða fyrirstaða –  en um leið áminning um að rifja upp hver við raunverulega erum.    Alveg eins og ef við fengjum lífsógnandi sjúkdóm,  þá er það oft sem vakning til lífsins – og áminning um hvað skiptir máli.   I stað þess að bölva krabbameini – þá getum við þakkað því fyrir að minna okkur á,  við getum elskað það sem vin og leiðbeinanda.  –   En það þýðir ekki að við myndum ekki láta skera það burtu,    því það er hluti þess að elska okkur.

Fimm eiturefni sem við þurfum að losa okkur við:
Reiði
Eftirsjá
Vonbrigði
Réttlætiskennd
Gremja

Þá getum við getum horft til óvina okkar með velvilja,  samhygð,  kærleika og umhyggju.

3. Við erum ekki ein. 

Við erum ekki ein á þessari vegferð sem við köllum lífið.   Næstum allar aðstæður geta verið þolanlegar ef við erum með öðrum.    Einmanaleiki er eitt stærsta vandamál heimsins,  en við vitum innst inni að við erum ekki ein.   Við erum hluti af einhverju stærra.  Við sameinumst öðru lífi, við erum nú þegar sameinuð.
Við erum öll á sama báti.    Tilfinningalegur einmanaleiki er ekki góður.

Það er mikilvægt að trúa því að við séum aldrei ein.   Guð – eða eitthvað guðlegt afl, hverju nafni sem við viljum kalla það er til.    Það er enginn staður þar sem þetta afl er ekki.   Guð er alls staðar alltaf og birtingarmyndir hans eru óendanlegar og í alls konar formi.
Það að vera að lesa um Guð getur verið birtingarmynd Guðs.  Eitthvað sem tengir eitthvað í hjartanu okkar og lætur okkur líða betur.  Guðdómurinn er allt um kring.

Okkur eru sendir englar,  og allir eru að einhverju leyti englar.   Guð er alltaf með okkur og við getum fengið hjálp frá Guði.  Ef við erum meðvituð um þetta, munum við sjá tákn um þessa nærveru út um allt.  Á auglýsingaskiltum í textunum sem við heyrum í útvarpinu o.fl.    Auðveldasta leiðin eða sú hraðasta til að nálgast Guð er að vera sjálf uppspretta Guðs  fyrir annað fólk.   Verum uppspretta nærveru Guðs í lífi annarra – og þannig munum við sjálf upplifa Guð.

Við getum gert þetta með því að biðja og með því að hugleiða –  En þegar við förum að fást við áskoranir á erfiðum stundum í lífinu – og finnum æðruleysið hið innra þá verður allt lífið hugleiðsla og bæn.   Umvefjið eilífðina.

Okkar líf hefur með líf annarra að gera.   Það hefur með þau að gera sem líf okkar snertir.  En við verðum að sjálfsðgðu að snerta þau með lífi sem er okkar raunverulega líf til að þau upplifi að við séum sönn,  og að við sjálf upplifum að við séum raunverulega við sjálf.   Niðurstaðan er því að vera ljósið  –  og huga að sínu ljósi – ekki síst svo það skíni fyrir aðra.   Þannig erum við í Guðs mynd, ljós af ljósi.   Guð er komin/n –  hlustum og sjáum,   akkúrat núna.
Það er ekkert sem við þurfum frá öðrum til að vera hamingjusöm,  okkur skortir ekkert.  Samþykkjum annað fólk nákvæmlega eins og það er.

Þau sem ekki þekkja sögu NDW  – ættu að horfa á mynd um líf hans.  En í stuttu máli þá missti hann heilsu, fjölskyldu og veraldlegar eignir á sama tíma.  Var heimilislaus í heilt ár og þurfti að betla á götunum.   Þegar hann var við það að gefast upp,  skrifaði hann spruningar á blað til Guðs og fékk svör og þessar spurningar og svör urðu að bókunum  „Converstation with God“ –   eða Samræður við Guð. –

Gleðileg jól með sjálfum okkur!

Set hér í lokin yndislegt myndband –  með India Airie  „I am light“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s