Það fer enginn af stað í samband eða hjónaband – hugsandi: „Já, svo einn daginn slitnar upp úr þessu og við skiljum“…
Nei – draumurinn, eða draumsýnin er að tveir einstaklingar gangi samhliða í blíðu og stríðu og eigi síðan saman áhyggjulaust ævikvöld – og gangi hönd í hönd inn í sólarlagið. –
Flestir upplifa sorg þegar þessi sýn bregst. Sumir mikla sorg – aðrir minni og sumir forðast tilfinningarnar og fara fljótt í annað samband án þess að fara í gegnum nauðsynlegt ferli, sem oftast er kallað sorgarferli. – Það dó jú enginn. En það var draumur sem dó. Þetta eru brostnar væntingar. –
Í fjölmörg ár hef ég boðið upp á námskeið fyrir fólk eftir skilnað. Ég hef haft konur sér og karla sér. Ég álít það gefa kynjunum meira frelsi, t.d. til að tala um ástarlíf og annað slíkt. –
Margir sem hafa talið sig munu aldrei líta glaðan dag á ný, án maka síns – hafa þó náð þeim árangri og þá er það ekki síst vegna þessarar vináttu, skilnings og umhyggju sem hefur oft myndast í hópunum. Nokkrir hópar hafa haldið saman í mörg ár eftir að ég „sleppti af þeim hendinni“ .. Ég hef stofnað facebook grúppur utan um hvert námskeið og þar hafa einstaklingar möguleika á að deila ýmsu með sér og plana kaffihúsahitinga og fleira. –
Nú er komið að því að halda næsta námskeið og verður það í boði laugardag 18. ágúst nk. frá 09:00 – 16:00 (fyrir konur) og eftirfylgni fyrstu fjögur þriðjudagskvöld á eftir frá 20:00 -21:30.
Einnig verður, í þetta sinn, boðið upp á sérstakt karlanámskeið – laugardag 25. ágúst nk. frá 09:00 – 16:00 og eftirfylgnin er á miðvikudagskvöldum í fjögur skipti frá 20:00 – 21:30.
Námskeiðið er haldið í Reykjavík – Köllunarklettsvegi í húsnæði Heilsukletts (gömlu kassagerðinni) á 3. hæð (lyfta í húsinu).
Verð fyrir námskeiðið er 29.900 . – ef greitt er fyrir 20. júlí nk. (framlengt frá 2. júlí) – ef greitt er eftir 20. júlí (ef enn er laust) þá er verðið 32.900.-
Nánari upplýsingar í tölvupósti johanna.magnusdottir@gmail.com
Er þetta eitthvað fyrir þig? – (Ath! ekki skiptir öllu máli hvort að stutt eða langt er liðið frá skilnaði – ef að sátt er ekki náð við fortíðina er gott að mæta og tala saman).
Umhyggja og trúnaður ❤
Jóhanna Magnúsdóttir, kennari og guðfræðingur … og með 5 háskólagráður í mótlæti lífsins.