Í sorg og gleði með Steinunni Ásu og Jóhönnu

Við Steinunn Ása Þorvaldsdóttir kynntumst í Skálholtsskóla þegar hún var á ráðstefnu og ég var settur sóknarprestur í Skálholtsprestakalli,  og þaðan var ekki aftur snúið!

 

Svo var það vorið 2017  að við saFyrirlestur Steinunn og Jóhannammæltumst um að fara með samtalsprédikun um sorg og gleði í Skálholtsdómkirkju.

 

 

 

 

Auglýsingin var á þessa leið:

„Samtalsmessa í Skálholti sunnudag 2. apríl – 5. sunnudag í föstu.

Steinunn Ása Þorvaldsdóttir,   mannréttindafrömuður m/meiru

og Jóhanna Magnúsdóttir settur Skálholtsprestur munu flytja samtalsprédikun um:

„Sorg og gleði –  söknuð og sorgarviðbrögð. Steinunn Ása mun jafnframt aðstoða við aðra liði messunnar.   Hún hefur komið víða við  og m.a. verið ein af stjórnendum í þættinum „Með okkar augum“ sem vann Edduna 2017 fyrir menningarþátt ársins.  Þátturinn hefur skipt miklu máli í að  uppræta fordóma og víkka sjóndeildarhring almennings og álit á fólki með fötlun.

Verum öll hjartanlega velkomin!“

 

Við Steinunn undirbjuggum okkur saman,  og messan varð yndisleg og einlæg og fengum við góð mjög góð viðbrögð.

Í framhaldi af þessu höfum við stöllur verið góðar vinkonur og hist reglulega, m.a.  á Mokka kaffi  og rætt um lífið og tilveruna.

Við höfum einnig rætt að bjóða upp á fyrirlestra saman um þetta efni:   Gleði og sorg,  því við eigum það sameiginlegt að hafa misst nána ástvini fyrir aldur fram og um leið gert okkar besta til að lifa með því sem er óumbreytanlegt – og viljum báðar vera gleðigjafar.

Við höfum því ákveðið að bjóða upp á fyrirlestra –  þar sem við komum á staðinn,  hvort sem það er fyrir félagasamtök eða starfsmannahópa – eða hvað sem er,  um sorgina og gleðina. –

Þar sem þetta kostar ferðalög og tíma –  erum tilbúnar að koma hvert á land sem er ef hægt er að semja um akstur og uppihald!

Fyrirlestur á höfuðborgarsvæðinu kostar   40.000.-     (u.þ.b. klukkutími)

Hafið samband við okkur  –  eftir ykkar leiðum,  en einn möguleikinn er að hafa samband  á netfangið:    sorgoggledi@gmail.com

Með kærleikskveðjum

Steinunn Ása og Jóhanna 🙂

17632438_10211406926222618_4887037773926721151_o

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s