„Ég vil ekki sjá sálfræðing eða lækni – ég vil bara fá að tala við prestinn minn“

Ég var að lesa – enn og aftur í athugasemd –  um að það væri nú gáfulegra að láta peningana sem fara í starfsemi kirkjunnar  í sálfræði – eða geðlæknisþjónustu.  –

Ég hef starfað  sem prestur úti á landi og til mín hefur leitað fólk á öllum aldri.   Stundum fólk í mikilli örvæntingu sem á erfitt með að sjá ljósið eða tilgang með lífi sínu. –    Sérstaklega er mér minnistæður eldri maður,  bóndi,  sem átti margar innibyrgðar sorgir,  en náði að ræða þær við mig.   –  Eftir tvö til þrjú viðtöl fannst mér rétt að vísa honum áfram á sálræðing,  því við prestar gefum okkur ekki út fyrir að vera meðferðaraðilar,   en þá sagði  bóndinn:  „Ég vil ekki sjá sálfræðing eða lækni – ég vil bara fá að tala við prestinn minn“ ..
Það er gott að hafa þennan valkost,  að geta valið að tala við prestinn,  sálfræðinginn eða lækninn.   Vissulega er það svo að allir geta leitað til prestanna og  þeir þurfa ekki að greiða fyrir það viðtal –  viðtalið er greitt  í launum prestsins,  á meðan  það er rándýrt að fara til sálfræðings,   –     en það hlýtur að mega niðurgreiða sálfræðiþjónustu án þess að reka alla prestana – eða taka þá af launaskrá! –

Presturinn er líka til staðar  24/7  .. það er að segja að þegar að kemur slys eða dauðsfall eigum við alltaf von að það sé hringt og við stökkvum af stað og stígum inn í erfiðar aðstæður –   og erum til halds og trausts.   Þetta er ekki  þjónusta sem veitt er af sálfræðingum  og  það er bara hreinlega önnur „vídd“ í þessari þjónustu  en sálfræðingar hafa að bjóða.     Það er margt sem prestur kann ekki sem sálfræðingurinn kann,  en um leið er það margt sem presturinn kann sem sálfræðingurinn kann ekki,  þannig að við komum ekki í stað hvers annars.

Einhver segir:  „Ég vil ekki sjá prest eða djákna – ég vil bara fá sálfræðinginn minn“ ..    en það þýðir ekki að  það sé í boði að reka alla presta og djákna,  ekki frekar en það sé í boði að fella niður sálfræðiþjónustu þó að einhverjum finnist betra að tala við prestinn sinn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s