„..að vera einn á jólunum er enginn hryllingur …

Do-not-feel-lonely-Rumi

Vinkona   á Facebook,   Sigrún Jónsdóttir,  skrifaði m.a.:

„Mér finnst mjög fallegt að sjá hvað fólki er umhugað um þá sem eru einir á jólunum og bjóða í mat á veitingastað eða heima hjá sér.  Virkilega dýrmætt. “ 

Þarna er hún væntanlega að vísa í þá „raðstatusa“  sem fólk hefur verið að birta –  um að ekki hafi það allir gott á jólunum og sumir séu einmana eða án fjölskyldu.

Síðan skrifar hún:

„Á sama tíma verð ég þó að taka fram að það að vera einn á jólunum er enginn hryllingur…Í fyrra var ég ein á aðfangadag að eigin ósk. Stígur var hjá pabba sínum, Arney mín með sínum manni og hans fjölskyldu.   Ég var velkomin víða en mig langaði bara að vera ein heima hjá mér  í Kirkjufelli í sveitinni.
Mörgum vinum mínum þótti það hræðileg tilhugsun en mér alls ekki. Þetta var dásamleg hátíðar stund, allt samkvæmt hefðum sem ég hef alist upp við; jólatré, hamborgarhryggur, sparidress, messa klukkan sex, opnaði gjafirnar ein og naut í botn að vera í kyrrðinni… 
Ég vildi þetta sjálf og elskaði það, just sayin´! 

Það er eins og maður jafnvel finni meira fyrir hinu heilaga og heiminum  – og þá jafnvel þeim sem eru farin úr jarðvistinni þegar maður er einn,  og þá er notalegt að finna fyrir þeim – einmitt um jólin og í kyrrðinni. –

Að upplifa sig einmana hefur svolítið með  viðhorfið hjá okkur líka. –    Ég tel að mesti einmanaleikinn sé sá að upplifa að enginn skilji okkur eða þekki okkur. –   Við erum þekkt af Guði –  Guði í alheims geimi og Guði í sjálfum okkur og það er gott að kynnast sjálfum sér í gegnum þetta mikla afl.

Þessum Guði sem varð Jesúbarn sem við minnumst á jólunum!

kosy

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s