Að hugsa betur um hjartað um jólin … pistill um heilbrigði

Ég hef greinst með brjósklos, hrörnun í hryggjarliðum, vefjagigt, BMS (Burning mouth syndrome) bólgur í brjóstbeini, gallsteina, of háan blóðþrýsting og e.t.v. eitthvað meira – svona á síðustu árum…
 
BMS er krónískur taugasjúkdómur, eða heilkenni sem kom eftir áfall og ég er ca. 90% laus við hann og stundum 99% .. Á sínum tíma var ávísað valíumskyldu lyfi, en eins og alltaf reyni ég að finna aðrar lausnir en „The Big Pharma“ .. og eitthvað sem gerir mig ruglaða í höfðinu!!
 
Ég hef komist í gegnum flest með því að vanda hugarfarið, – bæta mataræðið, kom mér út úr „eitruðum“ aðstæðum (t.d. á vinnustöðum) – og þiggja hjálp í gegnum óhefðbundnar lækningar. –    Það skal tekið fram að þegar ég segi „ég hef komið mér“  þá er það með hjálp annarra.  Stór hluti þess að fá lækningu er að kunna og þora að biðja um hjálp. 
 
Ég hef líka prófað kannabisolíu, en áttaði mig ekki hvort hún væri að hjálpa svo ég hætti því. (Hún var án hugbreytandi efnisins THC) .
Ég þáði skurðaðgerð og geisla vegna krabbameins bæði 2008 og 2015 – átti jafnvel að fara í Interferon meðferð, en læknirinn taldi mig ekki þola hana og hætti því við (Hélt langan hræðsluáróður um aukaverkanir – áður en hann sagðist EKKI ætla að setja mig á hana). – (Hulda systir var vitni af því)
Ég tek stundum verkjatöflur, því ég ástunda ekki „sjálfspíslir“ – og er afskaplega þakklát fyrir að þau lyf séu til. 
Ég hef notað t.d. eplaedik til að halda niðri gallsteinaköstum og er nú hætt a fá þau og þarf ekki að fara í skurðaðgerð til að láta fjarlægja hana, en var komin á biðlista eftir viðtal hjá skurðlækni.
 
Ég hef notað Ketó mataræði (Lágkolvetna mataræði  sem er frekar strangt – en auðvelt) til að létta mig og þannig minnka álag á slitið hné, minnka gigtarverki og lækka blóðþrýsting. (Gat hætt á lyfjum vegna háþrýstings og gigtarlyfjum)
 
Höfuðbeina – og spjaldhryggsjöfnun hjálpaði við brjósklos – sem er alveg horfið, auk þess að iðka  reglulegar göngur. Við eigum lika bestu heilsulindir í heimi – sem eru sundlaugarnar okkar, heita vatnið í baðinu okkar og sturtunni og auðvitað sjórinn. Vatnið er svo mikil heilsulind – og hreinlega heilandi.
 
Ég held það sé mjög mikilvægt að við sjálf tökum ábyrgð á heilsu okkar. Við gerum það með að virða líkamann og sálina.
 
Ekki drekka „ógeðisdrykki“ … sem þýðir að ekki láta bjóða okkur upp á sambönd eða vinnuaðstæður sem eru eins og ógeðisdrykkir því það skemmir heilsuna okkar. –
 
Ekki heldur „menga“ líkama okkar með því sem gerir honum vont. – Það er eitur í tóbaki t.d. – og ef við erum raunverulegir umhverfisverndarsinnar – þá hljótum við sjálf að hugsa svolítið á Gandískum nótum: „Að vera breytingin“ sem við viljum sjá í heiminum.
 
Ég veit að allir eru að gera sitt besta, miðað við aldur og fyrri störf, – en það er þetta með ábyrgðina. Jú, heilbrigðiskerfið hefur mikla ábyrgð – og það er ákveðin öryggistilfinning að geta leitað til lækna og það hef ég líka svo sannarlega þurft að gera, en gott að hugsa „hver er minn hluti í að halda mér heilbrigðri/heilbrigðum?“ ..
Við vitum t.d. að hjartatilfellum fjölgar um jólin – kannski þarf einmitt að hugsa betur um hjartað um jólin? –
Eitt af því sem getur gert okkur veik,  er eins og einn læknir sagði við mig;  „Óttinn getur gert þig veikari en krabbameinið“ ..   og það mátti auðvitað ekki verða til þess að óttinn við óttann gerði mig veika!!  –
Nei –  ég lærða að taka á móti óttanum –  en alveg eins og með sorgina,  þá ætlaði ég ekki í sambúð með honum.    Hann bara er þarna úti og  mér þykir vænt um hann,  því að stundum þarf ég hann til að vara mig við ef eitthvað er að fara að gerast.
Ég óttast hann ekki,  því ég ber virðingu fyrir honum og sýni honum kærleika. -Til að geta þetta allt þarf ég að huga að sjálfri mér,  bera ábyrgð á sjálfri mér – og huga að mínu hjarta.

Að virða sig og elska – það er kjarninn  og þegar við virðum okkur sjálf og elskum,  erum við að huga að hjartanu okkar og möguleikum þess til að gefa af sér til annarra.

Þannig elskum við náungann EINS OG  okkur sjálf  – hvorki meira né minna.  

 

249106_10150991795971001_1629834884_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s