Tölum um peninga ….

Peningar geta verið jafn mikið „tabú“ að ræða eins og dauðinn.   Sérstaklega þegar við erum að ræða um andlega hluti. –    Eru peningar illir eða eru peningar góðir?   Fer það ekki svolitið eftir hvernig þeir eru notaðir – þannig að sá veldur er á heldur? –
Biblían getur verið vond sé henni beitt illa,  og góð sé henni beitt vel.  Hamar getur rotað mann, og hamar getur byggt hús.   En hamarinn er ekki sjálfvirkur. –

Ég hef nokkrum sinnum á ævinni upplifað mikla erfiðleika vegna peningaleysis. –   Jafnvel sorg.   Þegar ég varð fimmtug var ég atvinnulaus og mjög blönk –   ef ég hefði átt peninga hefði ég keypt flugmiða til að bjóða stelpunni minni sem bjó í Danmörku,   að vera með mér á fimmtugsafmælinu.  –     Ég ákvað að halda upp á afmælið –  en notaði til þess kreditkort og óskaði svo eftir peningum í afmælisgjöf,  og kallaði það „ferðasjóð“ –  og draumurinn var að fara til Ítalíu – en ferðasjóðurinn var notaður til að borga afmælisveisluna.   Ég var mjög glöð að geta haldið veislu  (sem var reyndar „low budget“ eins og sagt er) –  hitt vini mína  fjölskyldu og ég er viss um að þeir fyrirgefa mér fyrir að hafa borgað veisluna … með þeirra peningum.    Reyndar gat ég ferðast nokkrum árum  síðar þessa Ítalíuferð og fleiri ferðir,  þannig að þetta var þá „lán“  ..  þegar mér fór að ganga betur fjárhagslega. –

Svo var það í desember 2012,  að það kom neyðarkall frá Danmörku og þá var stelpan mín lasin.  Þá átti ég ekki fyrir flugfari,  en örlögin höguðu því þannig til að ég átti ónotað kort frá Master Card og keypti – án umhugsunar – ferð til Danmerkur sem kostaði yfir 100 þúsund krónur því þetta voru jú jólaverð og miðinn keyptur með engum fyrirvara. –

Í báðum þessum tivikum voru peningar nauðsynlegir og góðir.   Það er miklu betra og þægilegra að lifa án þess að hafa áhyggjur af því að geta brugðist við þegar á reynir. –

Ég hef lært svolítið,  og nú á ég varasjóð fyrir óvæntar uppákomur.

Sumir segja:  „peningar eru ekki allt“  og svo sannarlega ekki,  en það er auðvelt þegar það kemur úr munni þess sem hefur nóg.    Og munni þess sem þarf ekki að kvíða næstu mánaðamótum. –

Það er mikilvægt að við öll, mannfólkið,  höfum nóg til að hafa öruggt húsaskjól,  nóg að borða  og einmitt bregðast við þegar koma upp veikindi eða  eitthvað sem snertir okkur tilfinningalega.    Það er vont fyrir  mömmu eða pabba,  eða ömmu eða afa að geta ekki stutt börn eða barnabörn þegar á reynir. –

Ég er heppin í dag,  ég er í starfi sem ég unni –  vegna þess að ég vinn með fólki þar sem það er að upplifa tilfinningarnar sínar.  –  Ég er það sem kallað er „empath“  eða ofurnæm fyrir öðru fólki.   Ég þrífst á að hjálpa,  og ef ég gæti  myndi ég ekki taka krónu fyrir mín störf,   en til þess að ég geti starfað og átt þokkalega eðlilegt líf þarf ég laun.  –   Bara laun sem dekka kostnað til að geta lifað.  Ég er ekki að tala um að þrauka.   Þannig „að lifa“  fyrir mér,  er að ég geti farið  – haft efni á – að heimsækja barnabörnin mín erlendis  ca. þrisvar á ári.     Að lifa er líka að geta leyft mér að borga  af neti  – síma,  geta keypt mér einstaka fallegan kjól o.s.frv. –

Ég held að það séu til nægir peningar til að allar manneskjur á jörðinn geti lifað sómasamlegu lífi,  þannig að þær hafi líka möguleika á að tengjast fjölskyldum erlendis ef svo ber undir. –    Það eru bara sumir með svo svaaaakalega mikið undir sínum kodda – og aðrir með svo svaaaaakalega líti að þeir eiga ekki einu sinni kodda.  –
Þetta er svona svipað og með matinn.   Það er til nógur matur í heiminum,  en honum er bara misskipt.    Á einum stað þarf að henda haugum af mat – á meðan annars staðar er  hvert einasta grjón borðað. –   Við höfum alveg tækni og kunnáttu til að dreifa peningum og mat jafnt –  EN  það virðist vanta viljann og kærleikann. –

Ég óska þess að einhverjir snillingar verji sínum gáfum til þess að jafna þessu út í heiminum.

Um leið og ég er búin að skrifa þetta, –   fæ ég samviskubit – vegna þess að ég á meira en sumir,  og um leið veit ég að ég á minna en aðrir og ég er alltaf að tala um að vera sjálf breytingin sem ég vil sjá í heiminum 🙂 ..

Það snýr upp á mig að hugsa það  – og okkur öll,  hvað við getum gert.
Ein pæling líka: „hvað er nóg?“ ..

Erum við raunverulega kristin,  nema við gefum helming okkar til þess sem á ekkert?
Ef að allir gerðu þetta – líka þeir ríkustu ríku – væri þá ekki nóg fyrir alla?

Pæling?

jm49

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s