Ég varð fyrir smá vakningu áðan þegar ég hlustaði á Matt Kahn, sem er djúpt þenkjandi andlegur fyrirlesari. Hann var í viðtali hjá konu sem heitir Anita Moorjani – sem er einnig á þeim nótum og varð hún fyrir „nærdauða- lífsreynslu“ fyrir nokkrum árum og þegar hún kom til baka var hún gjörbreytt. – Þessi pistill er ekki um þau tvö, heldur um það sem Matt Kahn sagði þegar hún spurði hann hvað væri erfðast við það að vera svona ofurnæmur og „heart – centered“ sem væntanlega er að lifa mikið eftir tilfinningum sínum. –
Hann sagði það að það sem væri erfitt væri að hafa alltaf tekið öllu persónulega og vera ofurviðkæmur, EN svo bætti hann við að um leið væri það gott og það væri hreyfiaflið hans.
Hann sagðist taka ÖLLU persónulega og fannst það ekki neikvætt. Jú, erfitt, en um leið lærdómsríkt og það dýpkaði hann og hann lærði af því. –
Þegar þú værir alltaf að berjast við að taka hlutunum ekki persónulega – þá værir þú í raun að vera annað en þú ert – og eins og þú værir gallaður ef þú tækir einhverju persónulega.
Ég sagði í upphafi að þetta væri vekjandi fyrir mig, og já, það er það – og ákveðin frelsun í leiðinni. Sumir eru bara þannig „víraðir“ að þeir taka hlutunum persónulega og er það þá nokkuð galli? Er það ekki bara allt í lag? –
Ég fór og „fletti upp í sjálfri mér“ á Facebook og í október 2016 – hafði ég skrifað þetta:
„Vantar þig sjálfsöryggi?“ .. „Ertu svona meðvirk/ur?“ … „Ekki taka þessu persónulega!!!“ … Það er hægt að höggva svona í okkur .. vegna þess að við erum viðkvæm og opin, – og vegna þess að eflaust er svarið að við erum allt af þessu. Okkur skortir sjálfsöryggi, við erum meðvirk, og við tökum hlutum persónulega. Þó við vitum að við eigum ekki að vera svona og hinsegin, og það sé svakalega „kúl“ að vera orðin svo fullkomin að geta tekið ENGU persónulega eins og segir „Lífsreglunum fjórum“ … þá er bara allt í lagi að við séum ekki búin að ná því. Við erum ekki vélmenni, við erum viðkvæm og ófullkomin. – Það er svo sjálfsagt að stefna að því og vita um – að það sem fólk segir – segir meira um það en okkur, en samt sem áður getur okkur sárnað! .. Við gætum kannski í flestum tilfellum bara svarað: „spegill“
Ekki berja okkur niður fyrir að vera ekki orðin „búddísk“ eða guðum lík. Við erum „bara“ manneskjur. Sjálfsástin er kannski það sem er mikilvægast .. eða númer eitt.. að fyrirgefa okkur fyrir að vera bara eins og við erum .. og það er bara allt í lag!
þann 22. október 2018 skrifaði ég svo:
„Við könnumst flest við að hafa verið bitin af moskító eða maurum, nú eða af lúsmý! – Einhverri óværu, en það merkilega er að við virðumst vera mismunandi viðkvæm fyrir þessum bitum, sumir bólgna upp við minnstu stungu á meðan aðrir verða varla við nokkuð varir. –
Svoleiðis held ég að við séum líka gagnvart andlegri „óværu“ þ.e.a.s. þegar einhver bítur okkur eða stingur með orðum. –
Þess vegna er ekki réttlátt að sá sem finnur ekki mikið til – eða fyrir stungum, segi við hinn: „ekki taka þessu svona illa“ ..
Við erum bara svakalega misjöfn og misjafnlega viðkvæm fyrir.“
Bottom line: Sumir taka hlutunum persónulega og aðrir ekki, og við erum öll bara allt í lagi eins og við erum!
Hér er tengill á samtal þeirra Anita og Matt smellið HÉR
Gleðilega hátíð. Mér finst margt mjög gott og áhuga vert sem þú setur á vegginn þinn. Er stundum að stelast til að lesa það. ⚘⚘
Gleðilega hátíð – takk fyrir það!