Hvað vilt ÞÚ? ….

Veistu hvað ÞÚ vilt,  eða veistu bara hvað aðrir vilja fyrir þig? –     Setur þú þín markmið með það í huga hvað þig langar – raunverulega langar og með það í huga að þú sjálf/ur verðir spennt/ur? –

Tímarnir hafa vissulega breyst mikið.   Einu sinni var það þannig að væntingar fjölskyldunnar gengu fyrir væntingum barnsins  – eða unglingsins.    Hann fékk kannski ekki neinu að ráða.   Skólinn og jafnvel starfsframinn var ákveðinn af fjölskyldunni – stundum leynt og stundum ljóst. –

Nýlega hlustaði ég á indverska konu segja frá hvernig foreldrar hennar ákváðu hverjum hún skyldi giftast – og sama gilti um maka hennar, –  þetta var „arranged marriage“  eða skipulagt brúðkaup af hálfu fjölskyldna þeirra. –    Hún viðurkenndi að hafa sagt „JÁ“   ekki vegna þess að hún væri ástfangin af manninum sem henni var ætlað að giftast,  heldur til að þóknast fjölskyldu sinni og til að særa engan.    Hún kallaði sig „people pleaser and a doormat“ ..      Hún var að þóknast fólki og upplifði sig sem dyramottu sem mætti ganga á. –

Þremur dögum fyrir brúðkaupið þyrmdi yfir konuna og hún hættir við allt saman.   Hún bar saman möguleika sína.   Í annan stað gæti hún giftst manninum og gert alla ánægða  (nema sjálfa sig)  og hún vissi á hverju hún ætti von og hver staða hennar yrði.  –   Það var búð að plana lífið og stöðu hennar í lífinu.  –  Blaðsíðan var svolítið eins og í litabók,  búið að teikna myndina – en átti bara eftir að lita.    Á hinn bóginn var lífið eins og  blaðsíða í teikniblokk,  hún myndi sjálf teikna myndina  OG lita hana.

Hún valdi óvissuna  fram yfir það sem var búið að plana,  en kallaði að sjálfsögðu yfir sig alls konar vandlætingu og leiðindi.    Hún  áttaði sig þá á því hversu miklu auðveldara þetta hefði veri ef hún hefði sagt NEI strax,  en ekki látið hlutina ganga svona langt og valda svona miklum sárindum.    En auðvitað réði hún ekki við það á sínum tíma.
Hugrekkið kom síðar og stökkið varð stærra.

Við hristum auðvitað hausinn yfir svona hlutum,  og þó við sjálf séum ekki í svona  „extreme“   aðstæðum,   þá erum við samt flest einhvern tímann í þeim aðstæðum að við erum að þóknast vegna þess sem ætlast er til af okkur,   alveg eins og í tilfelli þessarar konu,  – stundum leynt og stundum ljóst.  –     Okkar eigin vilji –  hvað við raunverulega viljum kemst stundum ekki að fyrir  því sem aðrir vilja að við gerum.   Stundum er það bara í „hausnum á okkur“  … þ.e.a.s.  við ályktum út frá því sem við höfum lært.

En hver er munurinn á að lifa eigin lífi og lífa lífi annarra? –      Þegar þú veist hvað þú vilt og hvað þig langar –  þá getur þú farið að setja þér þín eigin markmið.   Og þegar þú ert farin/n að vinna að eigin markmiðum –  þá vaknar þú með tilhlökkun í maganum. –

Tilfinningar eins og eftirvænting og gleði  verða miklu meira ráðandi í þínu lífi en ótti og kvíði.    Hvatningin kemur innan frá –  en ekki utan frá.   Í stað þess að heyra „You can do It“ –   Þá heyrir þú og segir  „I can do it“   og þetta „It“   er eitthvað sem þig langar.  Þig langar vegna þess að það er þitt hjartans mál,  en ekki annarra hjartans mál fyrir þína hönd.    Auðvitað getur það fylgst að – að það sem þig langar er líka það sem aðra langar fyrir þig,   en það er bara miklu skemmtilegra að vinna að því ef hvatningin kemur innan frá. –

Spurningin sem við öll leggjum því upp með er:  „Hvað vil ég?“ ..

e0510150ffb51b8bb164bc2d078dc77e

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s