Besta fitan til að borða og Ketó mataræði
1. Avókadó
Avókadó er ávöxur sem er mjög hollur fyrir hjartað. Það eru líka trefjar í avókadó sem hjálpa við meltinguna.
2. Ólífuolía
Gott er að nota ólífuolíu þegar við erum að léttsteikja, í salatdressingu eða til að hella yfir salat eða grænmeti.
3. Avókadóolía
Eins og ólífuolía virkar avókadóolían gegn bólgum, hún er hitaþolnari en ólífuolían.
4. Hnetur and smjör úr hnetum
Það er ómettuð fita í hnetum, en við þurfum að gæta að kaloríunum og það eru líka kolvetni í þeim – svo gott er að skoða miðann.
5. Chia fræ og hörfræ
Góð vegna omega 3 fitusýranna. Best er að borða mulin hörfræ – til að líkaminn geti tekið upp omega 3.
4 fitutegundir til að borða í hófi á Ketó mataræði
1. Ostur
Ein ostsneið inniheldur 115 kaloríur. Vegna þess að í osti er mettuð fita þarf að borða hann í hófi, en í hófi er hann góður, t.d. 1, 5 sneið á dag.
2. Rjómi
Það er í lagi að nota rjóma í kaffið, en við verðum að muna að rjómi er mettuð fita og því þarf að nota hann í hófi eins og ostinn.
3. Kókósolía
Kókósolían er umdeild, en margir álíta hana allra meina bót. Hana ber þó að snæða í hófi. Í henni er líka mettuð fita.
4. Smjör
Ekki borða smjör í óhófi því það getur haft slæm áhrif á heilsuna. Borðist í hófi.
Versta fita á Ketó mataræði
Transfita eða mettuð fita.
Allir ættu að halda sig frá mettaðri fitu. Ekki bara þeir sem eru á Ketó fæði. Hana er hægt að finna í sumu kjöti og mjólk (en við höldum okkur reyndar frá mjólk á Ketó mataræðinu vegna þess að hún er hákolvetna). Það þarf líka að passa sig á unnum matvörum því að þar er oftast mettuð fita.
Ég þýddi þetta upp úr þessum pistli – en þar er líka mun ítarlegra farið í hvern lið.
https://www.everydayhealth.com/ketogenic-diet/diet/best-worst-fats-eat-on-keto-diet/