Heilunin frá skömm er að koma úr felum …

Glósur úr fyrirlestri  John Bradshaw  –  „Healing the shame that binds you“

Öll fíkn á rætur að rekja í eitraða skömm  (Toxic shame).
Það sem skilgreinir fíkn er að vera stjórnlaus.   Þú getur ekki sagt NEI – eða sett mörk.

Heilbrigð skömm er að þekkja mörkin sín.   Mörk þar sem við segjum „ekki koma nær“

Heilbrigð skömm =  auðmýkt –  sem gefur til kynna að þú veist ekki endilega allt og það er meira sem hægt er að læra.    Heilbrigð skömm getur verið  uppspretta sköpunar.

Við erum öll saman á ferðalagi um geiminn og við getum litið á jörðina sem geimskip,  og  við vitum líka að við munum öll deyja einn daginn.   Það eitt,  að vera á sama báti,  ætti að vera nægilegt að við  hefðum samkennd.

Fólk sem er „shame based“   fer í felur.    Það felur sig því það skammast sín fyrir sig.

Adam og Eva  földu líkama sína,  – þegar að það komst upp um þau.   Þau vildu ekki vera séð.    Það er mjög táknrænt.

Við getum falið alls konar,  líka hver við erum.   Við felum leyndarmál og við felum vanvirkni.

Fjölskyldur eru jafn veikar og leyndarmál þeirra eru.    Hér er ekki verið að tala um einkalíf eða  mörk.     Auðvitað þurfa allir að eiga sitt prívatlíf.

Hér erum við að tala um leyndarmál sem fólk skammast sín fyrir.   Þegar börn eru fædd inn í fjölskyldur þar sem grunnurinn er skömm,  fæðast þau inn í skömm.

Hinn meðvirki er líka fíkill.   Hann lærir að verða fíkill eins og foreldrarnir.   Foreldrar sem ekki kunna sjálfsást eða hafa ekki sjálfsvirðingu geta ekki kennt barni sjálfsvirðingu eða sjálfsást.

Ef ég á foreldra sem eiga rætur í skömm  (shame based)  get ég ekki lært að elska sjálfa mig  (af þeim).

Þegar börn fá ekki tíma frá foreldrum sínum,   upplifa þau að þau séu ekki elskuð.
Það sem þú elskar gefur þú mesta tímann.      Fyrstu þrjú árin þurfa börnin skilyrðislausa ást.

Öll form ofbeldis valda barni skömm.   Kynferðislegt ofbeldi eða misnotkun veldur mestu skömminni – og sifjaspell þeirri allra mestu.     Hún veldur t.d. alls konar matarþráhyggju. –
Sifjaspell (incest)  getur verið lúmskt – og getur t.d. komið fram í því að pabbi segist óska þess að þú yrðir konan hans – eða að ýja að einhvers konar sambandi sem er  samband  sem er ósæmilegt barni og foreldri.   Foreldri eða systkini, frændi ..  veifar kynfærum fyrir framan barn á ósæmilegan hátt o.fl.    Sifjaspell er ekki einungis kynlíf með ættingja.  –    (Ábyrgðin er alltaf hins fullorðna).

Það er bara sætt ef að stelpa eða strákur segist vilja giftast pabba eða mömmu,  –  því þau eru það saklaus að það er saklaus meining.  Það er bara eins og að segja:  Mér þykir vænt um pabba /mömmu. –

Ef við þegjum í gegnum árin,  en söfnum óréttlæti í „poka“  –  þangað til hann springur,  þá  er það eins og þegar við söfnum upp gremju og hún springur og við öskrum –  þú tryllist!! –    Svona tryllingur  (Rage) er mjög mikið ofbeldi gagnvart börnum. –
Ofbeldi gagnvart börnum er líka samanburður:  „Hvers vegna getur þú ekki verið _____ eins og þessi,  eins og ég,  einhvern veginn öðru vísi en þú ert. “

Þegar þú er „shame based“  – finnst þér þú gölluð/gallaður,  og að vera ég – innra með mér  er sársaukafullt.    Þess vegna flýrð þú sjálfa/n þig.    Þú verður tóm/ur og þurfandi.
Það þykir mjög mikil skömm að vera „needy“ eða þurfandi – og sérstaklega eru karlmenn dæmdir hart fyrir það.

Bati frá skömm  =   þú kemur úr felum.   Það er eina leiðin út og þú þarft að fara í gegnum eitthvað,  einhverjar dyr,   það má jafnvel kalla það að fara í gegnum endurfæðingu.    

Það er engin upprisa án krossfestingar.   (Því miður)

Hvernig læknum við skömmina sem bindur okkur?   Skömmin er viðfangsefnið.    Þeim sem glíma við fíkn finnst þeir verðlausir.  Sjálfsmatið er ansi lágt.

Sektarkennd (guilt)  =   „Ég GERÐI mistök“
Skömm (shame)  =  „Ég ER mistök“ ..   „Ég er einskis nýtur“

Það er hægt að lækna – heila sektarkennd vegna þess að þú getur bætt ráð þitt, gert eitthvað öðruvísi en áður.   Lært af mistökunum.   En hvað áttu að gera til að lækna skömm.     Þú átt ekki að GERA.

Það sorglega við skömmina er að hún er að gera annað hvort meira en liggur í mannlegum mætti eða minna.

Sá sem sækir í fíkniefni  er að gera sig minna en mennskan.
Sá sem sækir í að ná árangri í ÖLLU til að sanna sig – er að gera sig meira en mennskan. Við getum aldrei verið góð í öllu og gera engin mistök.  (Það er að sjálfsögðu ekki hægt).

Batinn felst í því að vera fæddur inn í fjölskyldu þar sem það er í lagi að vera mannlegur. og gera mistök.     Við verðum að hætta að planta skömm í börn ef við ætlum að stöðva fíkn.

Ef að meðferðaraðili er stanslaust að vinna með sektarkennd –  í stað skammar,  þá mun meðferðin engan árangur bera og getur haldið áfram í áravís.

Eitruð skömm er andlegt hrun.     Hún ýtir undir  alls konar fíkn í kynlíf, að kaupa hluti,  drykkju, eiturlyf,  alls konar hegðun  …

Fíkn er sjúklegt samband.     Alkóhól er elskhuginn.

Fjölskyldur þar sem við sjáum og heyrum og segjum það upphátt.  Finna það sem þær finna og segja það upphátt.   Langar í það sem þær langar og segja það upphátt.
Það er ekkert að óttast – og fólk getur sagt upphátt án þess að fá skömm í hattinn.

Þú verður að vera tilbúin/n að koma úr felum.   Gríma, afneitun, sýndarveruleiki. 

Við verðum að leyfa okkur að líða eins illa og okkur líður.   Við verðum að vera berskjölduð  (vulnerable)  –  og afhjúpa okkur eins og við erum. 

Kraftaverkin gerast þegar faðir tekur niður grímuna og grætur.  Hann hættir að þurfa að vera Guð.   (Quit having to be god).  

17499540_914738481996934_1047657613236719554_n

 

Ein hugrenning um “Heilunin frá skömm er að koma úr felum …

  1. Takk fyrir kæra Jóhanna. Ég á einmitt þessa bók en er ekki búin að klára hana. Hún er svo “spot on” að það er erfitt að taka hana inn í einum bita. Mér finnst svo gott að lesa útdráttinn þinn, finnst ég eiga samherja í baráttunni við skömmina. Kærleikskveðja til þín flotta kona.❤️ Sif

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s