Þegar fólk er spurt: „Hver er þín stærsta hindrun“ … eru margir sem svara „ÉG“ ..
Það eru nefnilega hugsanir okkar sem eru oft okkar stærsta hindrun. –
Þessar hugsanir eða hindranir hljóma einhvern veginn svona: „Ég á ekki skilið að vera hamingjusöm/samur“ .. „Mér á ekki skilið að ganga vel“ „Ég trúi ekki að mér muni ganga vel“ .. „Mér hefur gengið illa hingað til hvers vegna ætti framtíðin að vera öðruvísi?“ þetta er kannski ekki uppi á yfirborðinu, en í undirmeðvitundinni. –
Það eina sem við þurfum að gera til að losna við þessar hindranir er að breyta um trú. Hafa þá trú að við eigum skilið að ná árangri, að njóta velgengni og að vera hamingjusöm. –
Ef það er einhver (hugsana) púki innra með þér sem er að hvísla öðru að þér – sparkaðu honum út NÚNA 😀 … ekki seinna vænna, sláðu svo saman lófum – og leyfðu þér að trúa að góðir hlutir fari að gerast því að þú hefur rutt hindruninni úr vegi. –
Kannski þarftu að segja á hverjum degi, „Ég á allt gott skilið – gæfa, gleði og gjörfileiki vertu velkomin“ 🙂