Hversu súrt má sambandið vera? ….

Það er oft talað um góð sambönd þannig að pör standi saman í gegnum súrt og sætt. –  (For better or for worse)  –  en þessi  „dyggð“   getur líka orðið íþyngjandi og hversu súrt má sambandið vera?-

Flest fólk er með einhverjar fyrirframgefnar hugmyndir um siðferði og með ákveðin lífsgildi þegar það hefur samband – og síðar sambúð og/eða giftist. –

Þegar pólitískir flokkar mynda ríkisstjórn og eru á sitthvorum endanum,  vinstri og hægri þurfa formenn að gera málamiðlanir.    En sumt er allt ekki hægt að gefa afslátt af –  nema það rýri mjög trúverðugleika flokksins eða þess sem semur frá sér gildi og markmið flokksins.

Það sama gildir í raun um fólk.    Það er í góðu lagi – og góður kostur reyndar að gera málamiðlanir,   en þegar farið er að „höggva í“   kjarnann eða mikilvæg lífsgildi eða siðferði –  þá rýrir það  virðingu þess sem gefur eftir og það fer að myndast ójafnvægi í sambandinu.   „Sýrustigið“   fer að verða  þeim sem gefur eftir  skaðlegt.

Það er þetta sem gerist í meðvirkum samböndum.    Að annar fer að þóknast og geðjast á kostnað eigin sjálfsvirðingar.

Segjum að  Siggi   hafi sett sér það markmið að búa aldrei með alkóhólista,  eða bjóða börnum sínum upp á þannig samband,  vegna þess að hann hafi sjálfur alist upp við þannig aðstæður.     Svo vaknar hann upp við þann vonda draum einn daginn –  að vera staddur í nákvæmlega þannig aðstæðum.     Sigga neitar að drykkja hennar sé vandamál,  þó að allir aðrir en hún sjái það. –     Líka börnin og allir lifa „í súru“ ..

Það er hægt að skipta út orðinu „drykkja“  fyrir  ofbeldi eða annað sem „sýrir“ sambandið.

Hversu súrt má það vera?    Hvar eru mörkin og hver þarf að setja þau?

Það er maki þess sem er í neyslu sem neyðist til að setja mörkin.    Það er ákveðið heilbrgiði sem felst í því að setja mörk og segja „hingað og ekki lengra“   og stíga út úr sjúkum  (súrum)  aðstæðum. –     Það er heilbrigði að stíga út úr skaðlegum aðstæðum.   Aðstæðum sem ógna heilsu og innri friði,  sjálfsvirðingu, gildum,  siðferði og sjálfsvirði.

Þegar við þekkjum verðmæti okkar,   vitum við að of hátt sýrustig er lífsógnandi og því felst sjálfsbjörgin í því  að forða sér.     Það er hugrekki en ekki skömm.   Það er líka ákveðinn þroski.

maturity

 

Ath!   Skaðlegar aðstæður geta líka verið í alls konar samskiptum eða samböndum.  Líka fjölskyldum eða á vinnustað.   Þegar málamiðlanir eru farnar að ganga á lífsgildi eða siðferði okkar eru þær orðnar heilsu okkar hættulegar.

 

Ein hugrenning um “Hversu súrt má sambandið vera? ….

  1. Bakvísun: Mest lesnu pistlarnar … | JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s