Hvernig hjálpa ég vini í sorg?

Hvað getum við gert við alla þjáninguna í heiminum?

Það að hressa fólk við,  segja þeim að halda áfram,  vera sterk, þrauka .. virkar ekki.

Leyfðu fólkinu að dvelja í sársauka sínum.

Parker J.  Palmer segir:

Hin mannlega sál vill ekki að henni sé ráðlagt,  hún sé „fixuð“  eða bjargað.  Hún vill bara að eftir henni sé tekið –  að vera séð,  heyrð og veitt samfylgd  nákvæmlega eins og hún er.   Þegar við hneigjum okkur djúpt fyrir sál einhvers sem þjáist,  er það virðing okkar sem kallar fram hjálparráð sálarinnar,  sem eru í raun einu ráðin sem hjálpa þeim sem þjáist að komast í gegnum sorgina.“

parker

Hann er að tala um viðurkenningu –    Viðurkenning er eins og frábært fjölnota verkfæri, – það gerir hlutina betri – jafnvel þó það sé ekki hægt að laga þá alveg.

Ef einhver er í sorg,   hefur misst einhvern nákominn í dauða,  eftir skilnað,  eða annað –  er mun áhrifaríkara að vera nærverandi í sorginni   heldur en að reyna að hressa fólk við.    En það sem við gerum í staðinn  er að koma með tillögur – „hvers vegna ferðu ekki út á lífið?“ ..  „Þú átt tvö önnur börn,  þú þarft að gleðjast yfir þeim “ ..   „Mér leið einu sinni mjög illa –  Hefur þú prófað nálastungur?“

Við förum líka stundum að sækja frasa  – eða formúlur sem við höldum að virki.  „Guð leggur ekki meira á … bla bla “  ..   En það þarf enga formúlu,   það er viðurkenning og nærvera sem er lykilatriði.     Lærðar setningar – sem koma eins og formúlur geta virkað akkúrat öfugt.

Við erum ekki viss hvað við eigum að gera við sársauka annarra, eða hvað við eigum að segja –  og þá gerum við það sem okkur hefur verið kennt,  við reynum að hressa þau við –  og benda þeim á að líta á björtu hliðarnar og gefum þeim ráð.   Við reynum að láta fólki líða betur.

Við reynum  líka að hressa fólk vegna þess að við teljum það vera okkar hlutverk.   Við höfum lært að við eigum ekki að láta öðrum líða illa.

Vandinn er: Við getum ekki læknað sársauka annarra með því að reyna að taka hann frá þeim. 

Viðurkenning gerir eitthvað annað,  þegar svarthol opnast í lífi einhvers  er mun  meiri stuðningur að viðurkenna þessa holu og leyfa þjáningunni að vera til.

Ef ég fer að reyna að hressa þig við   ferðu að verja sjálfan þig og tilfinningar þínar og það skapar fjarlægð – sem er öfugt við það sem þú þarft.

Ef ég fer að gefa þér ráð,  finnst þér þú misskilin/n og sért ekki að fá stuðning.

Og ég fæ ekki það sem ég vildi,  því ég vildi að þér liði betur.
„Til að styðja þurfum við að viðurkenna þjáningu viðkomandi.   Það er sjaldgæft að hægt sé að tala einhvern út úr sorg eða sársauka“ ..

Að vera séð og  heyrð  hjálpar.    En viðurkenning getur verið besta lækningin – það gerir hlutina betri,  jafnvel þó ekki sé hægt að laga þá.

 

þessi grein er að mestu leyti þýðing á þessu youtube myndbandi:

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s