Mest lesnu pistlarnar …

Það er áhugavert að sjá hvaða pistlar vekja athygli –  en ég hef notað þetta blogg frá því 2012.    Hvers vegna er ég að skrifa þetta núna?    Jú,  vegna þess að pistill sem ég þýddi um Ketó mataræði hefu hlotið svakalega mikla athygli og velti ég því fyrir mér hversu „hungruð“ við erum í upplýsingar í „samband“ okkar við mat. –

Ég sagði svolítið frá þessu í heilsumessu í gærkvöldi,  –  og tók líka fram að manneskjan er ein heild.   Líkami OG sál.     Þannig að þó það sé gott að hlúa að mataræðinu – þá þarf líka að passa upp á sálarlífið og samskiptin við hvert annað.  Það að borða sér til heilsu – dugar ekki oft eitt og sér,  því það eru ekki allar grannar eða líkamlega hraustar manneskjur hamingjusamar.   Það þarf því að vinna jöfnum höndum að andlegri og líkamlegri heilsu.  –    Ef fólk hefur farið í mikla ofþyngd,  t.d. vegna tilfinningalegs hungurs,  eða fíknar –  er ekki nóg að hoppa á ketó mataræðisvagninn –  því það þarf að fara í rótina líka. –

Í messunni í gær sagði ég dæmisöguna af konunni sem sá alltaf pollinn í þvottahúsinu og  pollurinn var þurrkaður upp.   En alltaf myndaðist nýr pollur og stærri.   Það var ekki fyrr en að heimilsfólkið sá orsökina,  eða hinn leka krana sem farið var að gera við hann og ekki þurfti að þurrka upp fleiri polla.

Það þarf því BÆÐI að þurrka upp pollinn OG  gera við kranann.     En mikilvægasta er kraninn .

Hægt er að smella á pistlana til að lesa.

En nú er formálinn búinn og hér koma tölur yfir mest lesnu pistla á hverju ári frá 2012.

2012    síðan skoðuð 30.321  sinni

Meðvirkni er ekki góðmennska     3674 innlit
Tólf einkenni andlegrar vakningar  1083  innlit


2013   síðan skoðuð  70.623  sinnum

Meðvirkni er ekki góðmennska      8.453  innlit
Að eignast maka upp úr miðjum aldri  6.469  innlit
Elskan mín, ástin mín, skammastu þín  2.014  innlit
Að sleppa tökunum, árslok 2013      1.167  Innlit


2014  síðan skoðuð    122.922 sinnum

Það lofaði því enginn að barnið mitt færi ekki á undan mér  19.123    innlit
Uppeldi eða ofbeldi,  10 verstu orð sem þú segir við börn      18.903   innlit
Þegar agaleysi er í raun ástleysi       18.578  innlit
Ekki ala á fíkn eða vanvirkni annarra til að sækja þér ….      8.468  innlit
Að eignast maka upp úr miðjum aldri       6.986   innlit
Meðvirkni er ekki góðmennska      3,624   innlit

2015  síðan skoðuð  86.648  sinnum

Það lofaði því enginn að barnið mitt færi ekki á undan mér    16.150  innlit
Þegar agaleysi er í raun ástleysi     9.090  innlit
Hversu þungt er glasið       8.776  innlit
Meðvirkni er ekki góðmennska     6.732  innlit
Á að verðlauna góða hegðun         5.598 innlit
Að eignast maka upp úr miðjum aldri    5.341 innlit
Hvað er meðvirkni og hvað er ekki meðvirkni?  4.052 innlit
Uppeldi eða ofbeldi,  10 verstu orð sem þú segir við börn     3.557  innlit
Út úr skrápnum     1.456  innlit

2016   síðan soðuð  50.197  sinnum

Það lofaði því enginn að barnið mitt færi ekki á undan mér        10.810   innlit
Ekki ala á fíkn eða vanvirkni annarra til að sækja þér ….       8.943  innlit
Að eignast maka upp úr miðjum aldri  4.464  innlit
Meðvirkni er ekki góðmennska      3.198  innlit
Hvað gerist þegar við virðum ekki eigin gildi    1.793  innlit
Þegar agaleysi er í raun ástleysi    1.616  innlit
Hjálpið okkur að lifa lífinu      1.325 innlit

2017  síðan skoðuð 45.270  snnum

Það lofaði því enginn að barnið mitt færi ekki á undan mér    24.905  innlit
Reiknum með því að flest fólk hafi farið i gegnum sársauka          872  innlit

2018   síðan skoðuð 17. 084  sinnum
Ekki ala á fíkn eða vanvirkni annarra til að sækja þér ….     2.084  innlit

mars   2019  síðan skoðuð  8.871 sinnum

Ketó mataræðið – hvað má borða?      5.460    innlit
Hversu surt má sambandið vera             536    innlit

Hér hafið þið það,  og eins og sést náði lestur á blogginu hámarki 2014 –  en hefur farið dvalandi síðan.  Pistillinn um missi dóttur minnar hefur fengið lang mesta lesningu,  enda var hann ekki aðeins heilunarpistill fyrir sjálfa mig – heldur hefur fólk sagt mér að það tengdi vel við sinn eiginn missi.   ❤

Hver er svo tilgangur minn eða ásetningur minn með öllum þessum skrifum?    þau eru gerð fyrir sjálfa mig –  því ég hef mikla tjáningarþörf bæði í ræðu og riti. –    Það er hins vegar gífurlegur bónus – að margir pistlanna hafa verið eins og skrifaðir inn í aðstæður annars fólks,  enda eru margir þeirra afrakstur vinnu með fólki og í raun innblásnir af öðru fólki. –

Ég segi því stórt TAKK fyrir allan innblásturinn – ég mun halda áfram að skrifa.  Mikið hef ég skrifað beint á Facebook – í stað þess að skrifa pistla – en ég held það efni glatist frekar svo nú mun ég frekar setja efnið hér inn,  eða bæði.

Allt efnið er gjöf mín til samfélagsins og þess vegna þykir mér vænt um hvað vel hefur verið tekið á móti gjöfinni.  

12091407_10208128750474091_2519156810573685744_o

 

p.s.  að gefnu tilefni –  þá hef ég umráðarétt eða „copyright“  yfir pistlunum –   það er í lagi að deila þeim á facebook,  en ekki  í fjölmiðlum nema með mínu leyfi.    ❤

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s