Hafragrautur borðaður með nautn og núvitund ..

Pistill endurbirtur – en ég skrifaði hann fyrir nokkrum árum:

Hefur þú íhugað að hvernig þú borðar gæti verið spegilmynd af því hvernig þú lifir lífinu?

Það er hægt að gleypa matinn í sig, en það er líka hægt að borða með athygli, reisn og virðingu. Hægt að borða með ást og njóta út í ystu æsar.

Fólk ver stundum mörgum klukkutímum í að útbúa góðan mat, krydda, smakka til, raða fallega á bakka og svo er hann étinn upp á örfáum mínútum.  Er eitthvað samræmi í því?

Þetta er svona hálfgerður „shortari“ ef þessu er líkt við kynlíf (sem flestir kannast væntanlega við).

Hvað gerist þegar þú veitir matnum athygli? – Hvernig væri að vakna örlítið fyrr einn morguninn.

Sjóða vatn, hella grófu lífrænu haframjöli í skál og hella sjóðandi vatni yfir (við spörum pottaþvott)  Leyfa höfrunum að taka sig.  Strá síðan uppáhaldsmúslí yfir, með möndlum, fræjum, berjum eða hverju sem þér þykir gott og toppa svo með niðurskornum ávöxtum jafnvel.  Sletta af mjólk útá (eða rjóma) og svo örlítið agave síróp.   Nammmmi …

Svo setur þú hafragrautinn fyrir framan þig, þú hefur slökkt á útvarpi, sjónvarpi, ert ekki með blaðið fyrir framan þig – þú veitir skálinni með grautnum algjöra athygli.  Kveikir kannski kertaljós til að gera stemminguna enn betri.

Síðan tekur þú fyrstu skeiðina, finnur fyrir bragðinu, höfrunum, möndlunum – greinir þetta í sundur með bragðlaukum tungunnar.  Borðar hægt og nýtur hverrar skeiðar.

Þarna sláum við margar flugur í einu höggi; njótum matarins, stundum morgunhugleiðslu, upplifum tilfinningar, erum með sjálfum okkur – og góðu fréttirnar eru að ef við borðum oftar svona förum við að finna þegar við erum södd og borðum ekki meira en við þurfum ..  við verðum fullnægð. 

Á sama hátt og við borðum hafragrautinn er hægt að fara að veita öðru því sem er í kringum okkur athygli.  Við getum farið að njóta þess sem við höfum hversdagslega og veita því athygli.  Veita sjálfum okkur athygli (ekki gleyma því).

Gleypum ekki lífið, heldur veitum því athygli, himninum, jörðinni, náttúrunni, andrúmsloftinu .. og okkur sjálfum.  Allt þetta er borið fram fyrir okkur, búið að vanda til sköpunarinnar, en við eigum það til að gleypa hana í okkur án þess að veita henni athygli.  Njótum okkar og njótum lífsins. Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt, það er svo margs að njóta í umhverfi okkar.

Hvort sem þú borðar einfaldan hafragraut, eða svona „fancy“ eins og ég lýsi hér þá er það aðferðafræðin sem skiptir mestu máli. Hvernig við borðum, hvernig við njótum.  Við getum notið hversdagslegs hafragrauts og líka með tilbreytingunni.

Lífið er hafragrautur .. 

(- eða morgunkorn að eigin vali , ef þú borðar ekki hafragraut ;-)) …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s