Eftirfarandi er þýðing á pistli sem hitti í mark hjá mér, en höfundur heitir Lindsay Holmes og kallar sig „Mental health reporter“ og hafi verið það í fimm ár þegar hún skrifar pistilinn. Ég mun skrifa útdrátt úr hennar pistli – en það er hægt að lesa hann ef smellt er HÉR.
Kjarninn í honum var að það að pósta símanúmeri svo að einhver í sjálfsvígshættu gæti hringt – er ekki alltaf nóg. Það er samt betra en að gera ekki neitt. Ef við raunverulega viljum leggja okkar af mörkum, þá lærum við það sem kallað er „Virk hlustun“ – sem felst í því að hlusta á þann sem talar – og hvetja hann til að tala um tilfinningar sínar. – (Hann eða hana). SÍÐAN bregðast við, – og þá alls ekki dæmandi – eða segja „þér líður ekkert svona“ – þetta snýst um empathy – eða samhygð (komið af samhugur).
það er þessi virka hlustun annars vegar og hins vegar að veita náunga okkar, vini – eða fjölskyldumeðlimi athygli. (Það skýrist betur í pistilinum).
Höfundur er að tala um að það sé ekki alltaf nóg að pósta hjálparnúmeri – eða dreifa því, – þó að viljinn sé góður. Og að það sé betra að gera það en að gera ekki neitt. –
En skilaboðin hennar eru þessi:
Hin raunverulegu hjálparráð við að hjálpa þeim sem eru í sjálfsvígshættu.
Hún segir að það að bjarga lífi sé ekki hægt að leggja eingöngu á herðar þess sem er í hættu. Sem þýðir að það að vonast til að hann/hún sjái númerið – og bjargist þannig sé ekki nóg gert.
Ef við erum svo snert eða hrærð – að við ákveðum að deila hjálparnúmeri , þá sé það líka margt annað sem við getum gert fyrir fólkið í lífi okkar. Að hringja sjálf, svara einhverjum sem kallar eftir hjálp á netinu – facebook. Bjóða þeim á kaffihús, eða eitthvað sem er bara smávægilegt en getur verið stórt fyrir viðkomandi. Það sýnir a.m.k. að þú tekur eftir, eða veitir þeim athygli.
Það verður að vera meiri áhersla á að stíga fyrr inn – þegar einhver virkar „off“ eða ekki í stuði, til að forða sjálfsvígum. Ábyrgð sem liggur hjá öllum, segir Dr. Christine Moutier, sem er yfirlæknir í American Foundation for Suicide Prevention. Besta leiðin til að gera það er að veita fólkinu í lífi okkar athygli.
„Þegar fólk víkur út af þeirra venjulega lífsmynstri, þá getur verið eitthvað að.“ segir Moutier. „Það þýðir ekki að við eigum að gera meira úr því en það er, en það þýðir að það skaðar ekki að spyrjast fyrir á vingjarnlegan máta.“
Breytingar í hegðunarmynstri geta verið eitthvað lítið eins og að viðkomandi afþakkar nokkrum sinnum í röð – að gera það sem honum fannst áður uppáhalds, eða að forðast þá sem eru venjulega bestu vinir. Það þarf langt í frá að þýða að manneskjan sé í sjálfsvígshugleiðingum, en það getur þýtt að einhver þurfti stuðning.
“It’s less about what you say and more about how you encourage them to talk more and give them a response that’s nonjudgmental and really supportive.”
– CHRISTINE MOUTIER, CHIEF MEDICAL OFFICER OF THE AMERICAN FOUNDATION FOR SUICIDE PREVENTION
Og ef að einhver viðurkennir að þeir eigi erfitt andlega – hvort sem þeir eru leiðir – kvíðnir – eða með einhverjar ágengar tilfinningar – getur ein góð tækni leitt til uppbyggilegs samtals. Virk hlustun, sem þarfnast fullrar einbeitingar hlustandans á það sem sá sem talar er að segja á þeirri stundu.
„Virk hlustun er ekki eitthvað sem neinu okkar er kennt.“ segir Moutier. „Það skiptir minna máli hvað þú segir og meira um hvernig þú hvetur viðkomandi til að tjá sig, og síðan gefa ógagnrýnið, en þess í stað styðjandi og uppbyggilegt svar.“
„Í fullkomnum heimi, myndi þetta skila skilningsríkari nálgun við geðheilsu sem hefst fyrr en það hefur gert áður.
Við þurfum að dýpka læsi þjóðarinnar og skilning á geðheilsu, þannig að fólk verði sjálfsmeðvitað um bæði það sem triggerar og það sem bætir þeirra eigin geðheilsu, alveg eins og meðvitund um líkamlega heilsu. “ segir Mourier.
(Við vitum flest hvað er gott fyrir okkur líkamlega – og þurfum að vera meðvituð á sama hátt hvað er okkur hollt andlega og hvað það er sem við þurfum að forðast til að verða veik eða slöpp) .
„Það séu bara grunnþættir sem fólk veit, eins og ef við förum í ræktina líður okkur vel, eða ef við borðum eitthvað ruslfæði daginn áður, á okkur eftir að líða illa næsta dag. Þetta sama lögmál á við um geðheilsuna, en það er ekki búið að innleiða þetta inn í samfélagið.“
“We need to deepen the mental health literacy of our nation, to the point that people become self-aware of the triggers and improvers of their own mental health like they are with their physical health.”
– MOUTIER
Bætt meðvitund og eftirtekt þýðir að leiðrétta – eða bara taka eftir – ef fólk notar orð sem eru tengd geðheilsu, eins og að segja „Mig langar að drepa mig“ .. yfir einhverju smávægilegu. Allt þetta skiptir máli – hvað varðar skilning á geðsjúkdómum, sem töfræðin sýnir að enn er litið niður á.Þar sem mér finnst erfitt að þýða þennan kafla set ég hann á ensku hér fyrir neðan í sviga.( It means correcting ― or even just noticing ― if people use mental health-based language in a derogatory way, like saying “I want to kill myself” over a minor inconvenience. All of this builds into a new compassion for mental illnesses, which data shows are still viewed as less than.)
„Við þurfum að halda áfram að vinna að því að uppfræða fólk um það að geðheilbrigðismál eru raunveruleg og gæti þurft meira hugrekki til að sækja sér hjálpar en vegna annarra sjúkdóma, vegna stigma sem fylgir þeim.“ er haft eftir Ana Moreno sem er co-founder and clinical director of Family Recovery Specialists, a facility at Delphi Behavioral Health Group in Miami.
Höfundur talar í lokin um öll hjálparráðin, „líflínurnar“ hjálparsímana og það að það séu ekki næstum allir sem hringja vegna sjálfsvígshugsana, – heldur hringir fólk vegna þess að því líður illa – á í erfiðleikum í samböndum, er einmana o.s.frv. – og leggur áherslu á að þetta fólk hafi þörf fyrir hlustun, og þá væntanlega virka hlustun.
Það sem mér þykir áhugavert – er hversu margir þurfa að leita til ókunnugra – en geta ekki leitað til sinna nánustu. Kannski er það eitthvað sem við þurfum að íhuga – að vera vakandi fyrir líðan þeirra sem eru okkur næst. En við vitum líka, að þeir vilja oft ekki leggja áhyggjur sínar á okkur. Til dæmis ef það er erfitt heima fyrir – og þá vill unglingurinn ekki leggja meira á foreldra sína. Persónulega held ég að það sé mikilvægt að foreldrar eigi góðar stundir með börnum sínum þar sem kannski opnast rými tili að tala um hvernig þeim líður, og einmitt nota þessa virku hlustun, en ekki DÆMA, eða fara strax í vörn eða gefa ráð.
“Talking about feelings can and does help people to feel better.”
– ANA MORENO, CO-FOUNDER AND CLINICAL DIRECTOR OF FAMILY RECOVERY SPECIALISTS
Að lokum skrifar höndundur greinarinnar: Og þegar einhver hringir sem hyggur á sjálfsskaða eða sjálfsvíg, hringir í hjálparlínu, verði hinn reyndi ráðgjafi á hinum endanum að vera undirbúinn að bregðast við og gera ráðstafanir.
Framtíð sjálfsvígsforvarna er heildræn nálgun, bæði í okkar eigin lífi og í samfélaginu.
Forvarnirnar vaxa með því að við tökum ábyrgð hvort á öðru – sem er meira en það að pósta aðeins símanúmeri og treysta á það að fólkið á hinum endanum taki að sér erfiðisvinnuna.
Hér lýkur pistli höfundar, – en mig langa að bæta við:
Í lokin, það er oft talað um að það þurfi þorp til að ala upp barn. Að það skipti miklu máli að láta sig náungann varða. Við höfum heyrt að hver og einn þurfi að taka ábyrgð á sínu lífi, en ef einhver er veikur þá kannski getur hann bara ekki tekið ábyrgð? –
Þá er að vita, hvenær við eigum að skerast í leikinn og hvernig – og mér finnst að það komi fram mjög góð ráð í þessum pistli – þó það sé örugglega ekki til nein töfralausn.
Það er ekki hægt að bjarga þeim sem þegar eru farin, og kannski hefður öll þessi ráð ekki dugað einhverjum – sem var það veikur að sjálfsvíg var óumflýjanlegt, svo eins og alltaf þá er engum um að kenna, allir eru að gera sitt besta miðað við það sem við höfum lært, en ég trúi að við getum lært betur og betur – öðlast meiri kunnáttu og þannig orðið enn betri uppalendur. Þetta snýst ekki um að við séum ekki góðar manneskjur. Foreldar eru fyrirmyndir – og það er mikilvægt að við sjálf séum tilfinningalega opin – ef við viljum að börnin okkar séu það.