„What is wrong in my life, that I must get drunk every night … Johnny .. „

Nobody knows
The trouble you feel
Nobody cares
The feelin’ is real
Johnny,
We’re sorry,
Won’t you come on home
We worry,
Won’t you come on
What is wrong in my life
I must get drunk every night
Johnny, 
We’re sorry .. 

Þessi texti er sunginn í lagi sem Fine Young Cannibals fluttu á mínum yngri árum. –  Mér finnst hann hitta svo vel í mark og spyrja svo mikilvægrar spurningar:

„Hvað er að í lifi mínu,  – þannig að ég þarf að detta í það á hverju kvöldi?“    Það er kannski ekki endilega á hverju kvöldi hjá öllum,  en að komast undir áhrif ansi oft.   Auðvitað á þetta við önnur vímuefni en áfengi.

Fíkn er flótti.  og við verðum að byrja á réttum enda.    Áfengisneyslan er ekki aðalbölið, – það er afleiðing – en ekki orsök.     Hún hefur að vísu keðjuverkun,  því áfengisneyslan þín eða mín  getur haft áhrif á aðra – og gert þeirra líf að böli.

Einhver verður að stoppa.

Það sem er að í lífi fólks er yfirleitt eitthvað sem hefur ekki verið rætt um.    Fólk drekkur til að deyfa óhamingju og gremju,  – til að deyfa vondar tilfinningar.    Það er forðun frá tilfinningunum,  en um leið frá sjálfum sér,  því tilfinningarnar eru partur af okkur. –

Það er því þess vegna sem fólk fer á fundi – eins og AA fundi  Coda fundi eða Alanon til að tala um hvernig þeim líður – og tala þannig að fólk hlustar,  en enginn er að dæma,  a.m.k. fær fólk ekki dómana upphátt á móti sér.

Allir þurfa að líta í eigin barm – og spyrja sig;  hvers vegna drekk ég?   Hvers vegna borða ég of mikið – þegar ég er með aukakíló fyrir? –  Hvaða tilfinningahungur – eða þorsti er í gangi? –

Gabor Maté segir að heróinsjúklingar séu í raun að leita að faðmlagi.    Það er tilfinningin sem þeir séu að leita eftir –  einhvers konar  nánd og tengingu við aðrar manneskjur. –

„Connection is the antidote to addiction“  eða   Nándin eða nærveran er mótefnið við fíknina. –    Líka nándin við okkur sjálf og tilveruna. –    Fíkn er flótti frá okkur sjálfum.    Að tengjast sjálfum sér –  fyrirgefa sér og samþykkja er upphaf þess að vilja vera með okkur sjálfum. –     Ef við skömmumst okkar fyrir eitthvað – þá segja frá því sem við skömmumst okkar fyrir,  því þannig eyðist skömmin. –

Það hefur orðið eitthvað tengslarof og það er oft skömmin sem stíflar tenginguna –   en við erum víruð fyrir ást og tengsl. –

Ég hef skrifað þennan pistil áður –  kannski ekki alveg eins,  en það sem vakti mig til umhugsunar í þetta skipti var að  facebookvinur minn skrifaði að hann ætlaði að losa sig undan áfengi sem gerði hann óhamingjusaman.  –

Það er ekki eitthvað ytra sem gerir okkur óhamingjusöm, eða það sem við setjum inn í okkur,  –  það er eitthvað hið innra sem þarf að heila og lækna.   Einhver sár,  sem eru e.t.v. of erfið til að horfast í augu við eða finna,  en með góðri hjálp – þá er það hægt og það sem er líka mikilvægt er að þegar fólk hefur lokið meðferðinni sinni,  að það fái séns úti í samfélaginu til að það fari ekki í sama farið aftur.

Samantekt:

Hvort sem það er alkóhólismi eða aðrir sjúkdómar – þá held ég að það sé mjög mikilvægt að spyrja sig hvað veldur? –
Skömm er orsakavaldur fíknar, hvað hefur valdið skömminni? Hvað eyðir skömminni og hvað viðheldur henni? –
Ég held það sé mjög mikilvægt að gefa fólki pláss til að tjá sig, – þannig að það mæti ekki dómhörku samfélagins, því í raun er það þá samfélagið sem viðheldur. – … „Connection is the antidote to addiction“ .. eða „Tengsl eru móteitur við fíkn“ – en fíknin er einmitt flótti frá sjálfum sér (vegna skammarinnar) – og það er tengingin við sjálfan sig sem þarf fyrst og fremst að laga, en við getum öll hjálpast að.

12592668_10153811675236217_8668057943112217795_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s