„Ég fór út úr líkamanum“ .. er lýsing sem við stundum heyrum þegar að einhver er að lýsa misnotkun. – Það eru varnarhættir þess sem er að verða fyrir áfalli, að vera ekki „viðstödd“ ofbeldið og þá um leið ekki vera tengdur sjálfum sér.
Við aftengjum okkur.
Það er sjálfsbjargarviðleitnin. Það er of erfitt að vera til staðar.
(„Separation from the self “ = essence of trauma. )
Það sem meðferðaraðili þarf að gera er að hjálpa fólki við að tengjast sjálfu sér á ný. Það hefur orðið eitthvað rof – eða aðskilnaður. Við erum ekki tengd okkur sjálfum.
Hvernig getum við tengst okkur á ný?
Við þurfum að mæta okkur með mildi.
Kannski við getum við mætt okkur sjálfum með samhygð – og án dóma, – „elskan mín hvað gerðist eiginlega“ – og þá ekki til að dvelja í þeirri sögu, í fortíðarsögunni, heldur til að varpa ljósi og skilja – hvað varð til þess að það varð þessi aftenging.
Við erum fædd með þessa tengingu, en svo koma alls konar áföll sem valda aftengingu og það veldur vanlíðan.
Við þurfum að vilja vera með okkur – og við þurfum að elska þau sem við erum. Ekki skammast okkar fyrir þau sem við erum, – við erum elsku verð og kannski þurfum við að fara til baka í söguna – til að sækja barnið og leiða það út úr aðstæðunum sem það réði ekki við á sínum tíma. „Komdu með mér – verum saman“ ❤
Hvernig lýsir þessi aftenging sér akkúrat núna? Hvernig líður okkur?
Ef okkur langar raunverulega að hjálpa – eigum við ekki að segja bara eitthvað sem lætur manneskjunni liða vel, því að við viljum ekki að viðkomandi verði háður okkur – og þurfi alltaf á okkur að halda til að liða vel, heldur getum við hjálpað þeim við að leiða sannleikann í ljós, vegna þess að það er sannleikurinn sem frelsar.