Ertu að tala þig eða hugsa þig niður í svarta holu? …

The major cause of depression is harsh, hurtful, critical words that you say to you. – Marissa Peer, sálfræðingur

Megin orsök þunglyndis eru hörð, meiðandi, gagnrýndandi orð sem þú segir við þig.
Þetta eru orð sem við höfum fengið að heyra sem börn – af foreldrum, öðrum fjölskyldumeðlimum, kennurum eða öðrum börnum. Þegar við erum fullorðin, er ekki hægt að gera aðra ábyrga – „pabbi minn sagði aldrei að ég væri góður sonur“ – eða „kennarinn sagði ég myndi aldrei verða að neinu“ .. – eða „mamma sagði alltaf að ég væri löt“ .. Kannski er það allt rétt, að þau sögðu þetta , en þegar við erum fullorðin erum við komin með ábyrgð á okkar líðan, – og ábyrgðinni fylgir vald. Það er því að taka okkur valdið og segja þau orð sem okkur vantar – eða vantaði að heyra frá áhrifaaðilum í uppeldinu: Það þýðir að hrósið sem við söknuðum verður að koma frá okkur sjálfum. – Við tökum þannig valdið í okkar lífi og valdeflumst. 


Ef okkur finnst vandræðalegt að hrósa okkur sjálfum, er það vegna þess að við erum hreinlega ekki vön því. En alls konar niðurrif er kannski eitthvað sem við þekkjum betur og því er mun auðveldara að segja: „ég er nú meira fíflið“ en „ég er alveg yndisleg/ur“ .. Marissa talar um að það sem okkur sé „familiar“ eða það sem við þekkjum sé auðveldara.

En auðvitað er í lagi að iðka jákvætt sjálfstal og þannig byggja okkur upp, því þegar við erum að byggja okkur upp, erum við að sjálfsögðu að gera það ekki bara fyrir okkur, heldur að vera til gagns fyrir aðra – og geta gefið svo miklu, miklu meira. –

Ástæðan fyrir að við byrjum á að segja „ég er nóg“ er brúin frá „ég er ömurleg/ur“ yfir í „ég er frábær“ .. Það er svona eins og að setja í hlutlausa gírinn, – þegar við erum að skipta úr bakkgír í framgírinn. –  Við erum alla veganna ekki að skaða okkur, eða draga okkur niður með að segja: „Ég er nóg“

Neikvætt sjálfstal – eða sjálfs-hugsanir   kemur okkur niður í svarta holu, –   Það er eins og kviksyndi  skaðlegra hugsana og sjálfstals.
Þá er spurning hvað við getum sagt til að stöðva talið,   stökkið yfir í jákvæða uppbyggilega talið er stórt,   fyrst er það  að ná sátt við sig með því  að segja  „Ég er nóg“  –

Ég er að gera þetta sjálf og líf mitt er miklu betra –  ég á alveg tilhneygingu til að fara svona niður,   eða get eiginlega sagt  „átti“  því það gerist varla lengur – og þá fer ég mjög grunnt!!  ..

Vertu endilega nóg með mér  ❤

hjarta

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s