„Hvernig var dagurinn þinn?“ ..

74299280_3286650224710601_3645792665770917888_n

Ég horfði nýlega á breskan þátt þar sem talað var um einmanaleika sem faraldur.  –  Ég held að í raun sé það að hluta til hvers vegna við „höngum“ svona mikið á facebook, því facebook er samfélag og við ræðum þar saman – skoðum hvað hin eru að gera.  Það er einhver tenging, en örugglega ekki nóg tenging.
Þegar við fyrrverandi eiginmaður minn og barnsfaðir skildum árið 2003,  hafði elsta dóttir mín áhyggjur af því að ég yrði einmana.    Ég sagði henni að það sem ég saknaði mest væri að hafa einhvern til að drekka kaffibollann með á morgnana.   Auðvitað fylgir því meira en bara að drekka kaffið,  það er spjallið og pælingarnar.    Yngri dóttir mín flutti til mín í sumar og við skiptumst á að útbúa te fyrir hvor aðra á kvöldin.  „Viltu te?“ er spurning sem tengir og við vorum í raun að þjóna hinni til skiptis.   Það var auðvitað fleira, líka kaffið á morgnana,  en iðulega var það hún sem hellti upp á og ég vaknaði við kaffiilm.  Það er þessi tilfinning að það sé einhver til staðar.   Ég upplifi þetta líka í sumarhúsinu með systur minni og fleiri stöðum.
Þessi setning „Hvernig var þinn dagur?“  felur svo margt í sér.  Það er einhver sem hefur áhuga á þér og því sem þú varst að gera.     Þetta er bara svona almennt .. getur verið hvers konar vina-eða fjölskyldusamband,  og svo kemur smá „bónus“ í parasambandi – en þá er það auðvitað koddahjalið og hin nána snerting.   Andleg og líkamleg snerting kannski?   Að finna að maður er elskaður og elska – og að langa til að snerta og vera snert.
Það er engin örvænting í því  –  það er eðlilegt.   En ég veit ekki með ykkur, en mér finnst svo aftur á móti mjög gott að vera með sjálfri mér og vera ein,  og stundum verður „of mikið af hinu góða“ ..  og fólk þarf rými – og finnst jafnvel betra að vera eitt.   Þarna þarf bara að koma inn eitthvað jafnvægi.
Annað sem þarf að taka fram er að þó fólk sé í sama rými – að ef það upplifir tómlæti þeirra sem eru þar þá verður einmanaleiki jafnvel enn meira yfirþyrmandi en ef það væri í raun eitt.  –    Ég hef rætt við margt fólk sem upplifir andlega fjarveru makans og fálæti.    Það er ekkert endilega spurt: „Hvernig var þinn dagur?“  og áhugaleysið jafnvel algjört.     Sá/sú sem ekki hefur áhuga –  honum/henni líður kannski ekkert voða vel?  –   Það má skoða það í allskonar ljósi.

Ég hef ekki lausn á einmanaleikafaraldrinum,  en kannski megum við vera forvitnari um náungann og sýna honum áhuga.  Að hann upplifi að hann skipti máli?  –   Sama hvort við búum saman  eða ekki.

Við erum misjafnrar gerðar – sum þurfa meira samneyti og sum minna, –  en ég held að fæst okkar séu þeirrar gerðar að vilja vera án ástar og tengingar við annað fólk.
Það er eitthvað í mannlegu eðli – við erum víruð fyrir elsku og tengingu – það að tilheyra öðrum,  einstaklingum eða samfélagi.    Að tilheyra ekki – gerir okkur einmana og útundan.    Þess vegna getum við glaðst yfir skrítnum hlutum,  eins og að hitta manneskju sem er að glíma við sama vanda og við sjálf,  eða hefur svipaðar hugsanir.  Þá kemur þessi setning:   „Ég er ekki ein“  .. „Ég er ekki einn“ ..   og um leið og við finnum þá tilfinningu þá kemur léttir.

Þú ert ekki einn – Þú ert ekki ein  …

Ég nota hér þessa síðu mína til að auglýsa fyrirlestur sem ég er með í Þjóðarbókhlöðunni 14. nóvember 2019 kl. 19:30  og hægt að sjá nánari auglýsingu á Facebook.   Ég ætla að tala um ýmislegt sem tengir okkur og lætur okkur líða vel .. með öðrum og okkur sjálfum!    Ég hef áhuga á að sjá þig 😉 …  og vera heyrð (auðvitað) og segi eins og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir heitin,  ég vil ekki hafa völd, en vil gjarnan hafa áhrif.

Ég hef áhuga á fólki og ég hef áhuga á þér.

Smellið HÉR til að lesa meira um fyrirlesturinn:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s