„Gott að vita að ég er ekki ein/n“

Ég ætla að skrifa aðeins um öðruvísi einmanaleika.  Ekki einmanaleika þar sem fólk býr eitt og hittir kannski ekki mikið annað fólk, heldur þann einmanaleika sem fólk upplifir að vera öðruvísi, eiga við vanda að glíma,  finna verki – eða upplifa sorg – nú eða skömm,  sem það telur að engin/n annar eða önnur í heiminum skilji eða hafi upplifað.

Mörgum líður eins og „aliens“ eða geimverum í mannaheimum,  finnst þeir ekki tilheyra neinum ákveðnum hópi eða ná ekki að tengjast.   Þeir verða „útundan“ og þannig einmana.

Það sem gerist þegar fólk mætir í meðferðarhópa – eða t.d. í Anonymus hópa, dæmi AA, Coda, Alanon, OA  o.s.frv.  þá fer fólk sem kannski nær ekki að tjá sig um vanlíðan sína – að heyra aðra tjá sig um nákvæmlega eða mjög nálægt því sem það sjálft er að upplifa.  Það er kannski einhver sem segir frá því sem hann/hún hefur alla tíð skammast sín fyrir og það kemur andvarp frá einhverjum í hópnum og uppgötvunin er þessi:  „Úff, ég er ekki ein/n“.

Það eru margir „þarna úti“ sem trúa því að nákvæmlega engin/n viti hvað þeir eru að ganga í gegnum,  en við erum bara allt of mörg í þessum heimi til að vera svo svakalega einstök að engin/n hafi upplifað það líka, eða eitthva mjög, mjög líkt.

Þetta – og svo margt annað hef ég lært í gegnum lífið – að við erum í raun öll í þessu – og það er svo miklu léttara þegar við áttum okkur á því að við erum í raun ekki ein.

Það er svo mikilvægt að rétta út höndina,  eða opna munninn og ÞORA að segja,  „ég þarf hjálp“ –  eða „ég þarf „þig“ ..    Mér finnst sjálfri gott að biðja Guð í auðmýkt og Guð er svo sannarlega í náunga okkar og umhverfi, og við mætum Guði á hverjum degi í góðu fólki.

Ég held það sé erfitt að hafa ekki trú – hvort sem það er það sem við köllum Guð eða æðri mátt – eða bara eitthvað alehimsafl sem við trúum að hafi mátt.  Einmitt þann mátt að skilja hvernig okkur líður og hver við erum.   Þessi trú kemur fram í laginu „Nobody know the trouble I´ve seen, nobody knows but Jesus.“      Bara það þó a.m,k. Jesús hafi skilning er samt „uppstig“ úr einmanaleika og einangrun.

En alveg eins og Guð – þá birtist Jesús í  fólkinu í kringum okkur.   Hvort sem við trúum á Guð eða Jesú.     Bænin gæti þá verið:

„Já takk – ég þarf skilning, umhyggju og kærleika og ég tek á móti með þakklæti.“
Opnaðu faðminn –  bankaðu á dyrnar og heimurinn opnast.    En við þurfum að taka hendur úr skauti og banka til að einhver heyri.    Við bönkum með bæninni.

En trúðu mér –  Þú ert ekki ein/n.    ❤

61dkJrbCT-L._SS500_
Ég minni á fyrirlestur 14. nóvember kl. 19:30 í Þjóðarbókhlöðunni.  Hægt að skrá sig ef smellt er  HÉR

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s