Titillinn vísar í það – að í stað þess að „nærast“ enn meira á fréttum af kórónavírus – að snúa vörn í sókn og mennta sig um það sem skiptir mestu máli, um mannlega þáttinn!
Ég hef áhuga á að vera leiðbeinandinn þinn í að þekkja sjálfa/n þig svo þú getir t.d. vitað hvað ÞÚ vilt – en þinn vilji er ekki endilega vilji allra annarra í kringum þig 🙂 ….
Hvað geri ég best – og hvað finnst mér skemmtilegast að gera? –
Því er fljótsvarað: Það er að kenna og deila því sem ég hef lært með öðrum í því markmiði að bæta heiminn. –
Það var á lokaárinu minu í guðfræði sem ég fór fyrst að heyra um meðvirkni – og mér var bent á að ég væri meðvirk. Það var prestur sem tók mig í starfsþjálfun sem rétti mér bókina „Aldrei aftur meðvirkni“ – en ég eiginlega bara skildi ekkert í þessu og kannaðist ekkert við mig í þessum pakka – og lagði bókina á hilluna aftur. Þetta var árið 2002.
Svo var það árið 2011 að ég skráði mig á námskeið um meðvirkni í Skálholti – og þaðan var ekki aftur snúið, vissulega frá Skálholti, en ekki frá vitneskjunni. Ég þakka endalaust að fá að læra um og skilja hvernig meðvirkni virkar í okkar lífi, hvernig hún er í raun eins og eitur.
Síðan er mikið vatn runnið til sjávar, meiri lærdómur tekinn inn – og ég hef skrifað marga pistla um efnið, sá þekktast e.t.v. „Meðvirkni er ekki góðmennska“ …
En til að gera laaaanga sögu stutta, þá ætla ég að bjóða upp á námskeið á netinu – á facebook í grúppu sem heitir bara NUM ❤ (Námskeið um meðvirkni – og svo hjarta á eftir – og hjartað skiptir miklu máli – því þegar við erum mjög meðvirk skortir okkur oft þetta ❤ eða sjálfsástina.
Nýtt námskeið um meðvirkni: Orsakir – afleiðingar – og hvernig við vitum hvenær við erum meðvirk og hvenær bara t.d. góð? –
Er meðvirkni stjórnsemi – eða er hún kannski umhyggja?
Hversu skaðleg er meðvirkni í raun?
Ég mun einnig blanda inn í umræðuna sjálfsstyrkingu og kvíðalosun – og bara allskonar ráðum til betri lífsgæða.
Mér finnst best að tala inn í tímana eins og þeir eru, þannig að ég læt umhverfið svolítið ráða hvað verður á dagskrá á hverjum degi – tala inn í aðstæður hvern dag.
Námskeiðið byrjar miðvikudag eftir viku kl. 16:00 á íslenskum tíma. (Það er beina útsendingin – en hægt að horfa eftir á).
Það fer fram í fyrirlestrum í lokuðum hópi. Fyrirlestrarnir verða fjórir, 8. apríl – 15. apríl – 22. og 29. apríl.
Verð fyrir þetta námskeið er einungis 1400.- krónur …
Hvort sem þú ert að pæla í eigin meðvirkni eða annarra þá vertu velkomin/n. Alltaf gott að fræðast og maður getur endalaust á sig blómum bætt.
Vinsamlega sendu þátttökuósk á mig hér í skilaboðum eða á netfangið: johanna.magnusdottir@gmail.com
Ég mun, að námskeiði loknu, í lok apríl – bjóða upp á framhald sem verður sett upp á svipaðan hátt og grúppurnar sem ég var með hjá Lausninni, þar sem ca. 10 manns „hittast“ í 90 mín og þar verður gagnvirkt samtal í gegnum zoom fundarbúnað. (Segi nánar frá því í hópnum sem mun byrja).
Deilið gjarnan
þri., 31. mar. 2020 kl. 10:21 skrifaði JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, :
> johannamagnusdottir posted: „Titillinn vísar í það – að í stað þess að > „nærast“ enn meira á fréttum af kórónavírus – að snúa vörn í sókn og mennta > sig um það sem skiptir mestu máli, um mannlega þáttinn! Ég hef áhuga á að > vera leiðbeinandinn þinn í að þekkja sjálfa/n þig svo þú get“ >
Sæl Jóhanna Lýst vel á þetta hjá þér sé að ert búin að skrá á fimmtudögum- ég er upptekin kl. 20-22 næstu fimmtudaga
Er möguleiki að hafa – þitt fyrr að deginum 🙂 t.d.kl. 16 /kl. 17/ eða kl. 18. Besta kveðja #vona að þú hafir það alltaf sem best. Lov Aslaug 🙂 ❤
mið., 1. apr. 2020 kl. 09:38 skrifaði Áslaug Reynisdóttir :
> > > þri., 31. mar. 2020 kl. 10:21 skrifaði JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, comment-reply@wordpress.com>: > >> johannamagnusdottir posted: „Titillinn vísar í það – að í stað þess að >> „nærast“ enn meira á fréttum af kórónavírus – að snúa vörn í sókn og mennta >> sig um það sem skiptir mestu máli, um mannlega þáttinn! Ég hef áhuga á að >> vera leiðbeinandinn þinn í að þekkja sjálfa/n þig svo þú get“ >>