Þreyta út af „engu“ …

Þegar við höfum sofið heila nótt – þokkalegum svefni,  ætlumst við til að vakna hress og til í allt – eða svona næstum allt.   En stundum vöknum við bara þreytt.    Það er stundum erfitt að útskýra það fyrir þeim sem hefur ekki upplifað það og finnst við kannski bara „löt“ ..      og að vera löt eða latur er oft eins og höfuðsyndin.
Pínku verkir hér og þar,  eymsli.    Alltaf leitum við skýringa og greininga.   Það gerði ég auðvitað á sínum tíma  (og fékk) – því ég er alin upp við að vera „dugleg“ og er reyndar hörkudugleg –  en dugnaður minn verður stundum þannig að það tekur mig marga daga að jafna mig á eftir.

Ég veit að í þessu er ég langt í frá ein.  Margt fólk upplifir „þreytu út af engu“ .. en auðvitað er alltaf ástæða,  en hún er kannski dýpri en bara að haf sofið illa.   Þreytan sem er í dag getur verið vegna einhvers sem gerðist fyrir löngu.  Þetta er bara uppsafnað.
Þegar við erum þreytt – þá þurfum við að hvíla okkur.

Mikið svakalega er gott að hafa tækifæri til hvíldar   ❤

WIN_20150213_231020

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s