Erum við hætt að hringja? …

Þegar ég var unglingur kvaddi ég vinkonur mínar, – hljóp heim og svo hringdi ég í mína bestu og við héldum áfram að tala.    Þegar boðið var í saumaklúbb hringdi maður á línuna og bauð.  Afmæliskveðjan var gjarnan að hringja í viðkomandi á afmælisdaginn, þ.e.a.s. ef maður var ekki boðin/n í afmælisveislu.
Við hringdum mikið – a.m.k. innanlands,  en verðskráin var þannig að ódýrara var að hringja í þá sem voru nálægt en þá sem bjuggu t.d. úti á landi (minnir mig) og fokdýrt var að hringja til útlanda.    Þá skrifaði fólk sendibréf,  þegar símtölin voru orðin of dýr.
Nú hefur hið rafræna tekið við.   Tölvupóstur og skilaboð með „messenger“  og  facebook.
Maður sendir afmæliskveðjur til vina og vandamanna – ég reyndar reyni að hringja a.m.k. í mína allra nánustu.    Að hringja verður því  „til hátíðarbrigða“ ..
Við erum pínku hætt að hringja,  … kannski er elsta kynslóðin ennþá þar.

Tímarnir eru breyttir –  og meira að segja hefur sms fækkað.   Skilaboðin koma í gegnum skilaboðaskjóðuna á facebook,  eða whatsapp eða hvað þetta nú allt heitir.

Kannski kemur að því að við getum bara sent hugboð og látum þar við sitja.

Þetta kerfi hentar mér vel,  mér finnst best að mæta fólki augliti til auglitis eða skrifa.  Það að hafa rödd í eyra –  er í þriðja sæti hjá mér.   Sérstaklega þykir mér þetta óþægilegt þegar ég þarf að hringja og fá þjónustu í Danmörku,  því ég skil ekki alltaf og ekki viss um að ég skiljist.   Ef ég skrifa,  er auðveldara fyrir mig að lesa svarið en bara að hlusta í símanum.

Er þetta afturför?

Ég  hef séð fleiri en einn facebook vin kvarta yfir því að allir væru hættir að hringja.   Ég held að því ætti ekki að taka persónulega.   Fólk hefur bara samband á annan hátt,  það sendir skilaboð eða skrifar eitthvað fallegt á síðuna hjá viðkomandi.    Ef við viljum enn halda sambandi í gegnum símtöl,  verðum við kannski sjálf að taka upp tólið og hringja í þau sem við söknum að heyra frá.

Ég man eftir góðum fyrirlestri sr. Sigfinns sjúkrahússprests,   en hann sagði að í stað þess að hringja í vini eða ættingja og fara að skamma þá fyrir að hringja ekki eða ala með þeim sektarkennd,  – og segja:  „Þú hringir aldrei“ .. að tala út frá hjartanu  og segja eins og er:  „Ég sakna þín“ ..  og kannski í framhaldi –  „mig langar að heyra röddina þína því mér þykir vænt um þig.“

 

phonecall_banner

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s