„Ég drekk ekki eins mikið og hinir“ …

Ég held að 90%  af þeim vandamálum sem hafa lent inni á mínu borði séu tengd áfengisneyslu.   Stundum beint og og stundum óbeint.    Algeng „sena“ er að til mín kemur kona og kvartar undan fjarlægð eiginmannsins,  að hann sé í nánari „tilfinningatengslum“  við flöskuna en hana.   Kannski eru hjónin bara alveg hætt að tala saman,  nema svona „hvað verður í matinn?“ … spurningar –  þ.e.a.s. um praktíska hluti.

Við vitum flest hvernig áfengi virkar;   það breytir hvernig okkur líður.    Sumir drekka þegar þeim líður illa, kannski vegna þess að raunveruleikinn er leiðinlegur eða of erfiður.   Aðrir drekka til að „lyfta sér upp“ ..   skála með vinum eða vinkonum og verða „hress“ eða hressari.     Það eru til allskonar ástæður fyrir að „fá sér í glas“…
Það getur verið sárasaklaust – og bara mjög gaman og sérstaklega þegar við sjálf stjórnum því,  en það er verra þegar áfengið – eða guðinn Bakkus er farinn að stjórna.

Hvað gerist? –   Þú ætlaðir að fá þér 1 -2 glös,  en ert allt í einu orðin/n óstöðvandi og tekur endalaust við.   Verður drukkin/n  – skemmtileg/ur / leiðinlegur?   Fer eftir því hver fylgist með.    Dómgreindin er kannski farin hjá okkur sjálfum.   „Ha var ég full/ur?“ …  „Ég drakk nú ekki eins mikið og hann Halli / hún Sigga“ …   og við byrjum að benda á annað fólk til að taka athyglina frá okkur og eigin óstjórn.  –

Þetta virkar kannski saklaust –  á meðan við meiðum engan eða særum.   En svo er það þegar farið er yfir mörkin og við verðum veik, stjórnlaus, munum ekki það sem við segjum og gerum.    Keyrum kannski bílinn?  –
Alkóhólisminn verður hættulegur þegar við missum dómgreindina,  eins og að aka undir áhrifum.   Þá verðum við lífshættuleg.    Hann er líka hættulegur þegar að uppsafnaðar neikvæðar tilfinningar brjótast fram með alkóhólismanum og sá sem er undir áhrifum fer að öskra,  særa og meiða –  og svo berja eða slá.

Kannski er einhver sem er verri,  en það afsakar aldrei okkar eigin misnotkun á áfengi.

Þegar ég var ung keyrði ég bíl undir áhrifum áfengis.   Ég var á tjaldstæði og ég hafði drukkið minna en hin svo ég tók að mér að keyra á sveitaballið.    Ég man að ég keyrði mjög hratt og fannst það fyndið.   Ég skammast mín alla tíð fyrir þetta, –  það er ekki mér að þakka að ég drap ekki einhvern með þessu háttalagi mínu.

Hvað finnst mér í dag? –
Mér finnst að við eigum að fara varlega í að vera með áfengi í kringum börn.  Fullorðnir breytast þegar þeir drekka.  Sumir verða kátari – kærulausari,  aðrir verða daprari og grófari í hegðun,   en það verður alltaf einhver breyting.   Kannski upplifa börnin að mamma eða pabbi verða þreytt (timbruð) morgunin eftir djammið og finnst það óþægilegt.    Ofbeldi er oft fylgifiskur áfengisneyslu.
Í Danmörku tengist það „hygge“ að drekka áfengi.   En „hygge“  getur kannski breyst í andstæðu sína og orðið „ó-hygge“  eða óhuggulegt.

Fyrir tveimur vikum síðan ákvað ég að taka það alvarlega sem ég prédikaði, þ.e.a.s. að vera breytingin sem ég vildi sjá í heiminum – og ákvað að hætta að drekka vín.    Það er partur af því að vilja vera góð fyrirmynd.   Ekki bara eigin barna og barnabarna,  heldur mín eigin fyrirmynd.    Ég hef oft hugsað þetta,  en treysti mér aldrei alveg að „sleppa“  – og fannst eins og væri verið að taka eitthvað af mér.     Svo fattaði ég það að ég gat alveg eins sett sódavatn og sítrónu í fallegt glas og skálað í því.    Þetta var bara eitthvað félagslegt –  „að vera með“ ..     Ég er afskaplega þakklát sjálfri mér að hafa tekið þessa ákvörðun,  en ég þurfti að vera tilbúin – en svo er það mikill léttir.

Þarf ekkert að útskýra meira  – en langaði til að segja þér frá þessu.

skömm

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s