Að losna við ranghugmyndir…

Við þekkjum öll covid19 – þennan faraldur sem hófst 2019 og við vitum ekki hvar eða hvort endar. Faraldurinn er nú um allan heim.
Ef við hugsum okkur nú að hugmyndir og hugsanir smituðust eins og vírus. Ef þær ferðuðust með andrúmsloftinu og í orðunum sem „lentu“ á okkur og í okkar haus. Hvað ef við svo héldum bara að það væru OKKAR skoðanir og OKKAR hugmyndir.
Hverjar eru í raun okkar hugmyndir og skoðanir? Hvað af því sem við hugsum og ályktum er EKKI frá foreldrum, skólum, félögum, fjölmiðlum? –
Hvernig nálgumst við það sem við vitum og okkur er okkar „genuine“ hugmynd.
Ég heyrði lagahöfund segja frá því að oft vissi hann ekki hvort hann hefði samið lagið eða hvort hann hefði heyrt það, það væri erfitt að vita hvað sæti fast þarna í heilanum.

Sem betur fer eru flestar hugmyndir fallegar og innihalda fallega siðfræði og kærleika. En það er hugmyndafræði sem blossar stundum upp og verður að faraldri, eins og nasisminn varð í Þýskalandi. Fullt af fólki tók þátt í því og taldi það rétta hugmyndafræði. Það má kannski segja að það hafi „sýkst“? – Enn er fólk sem aðhyllist fasisma og nasisma. Kannski – ef réttar aðstæður væru fyrir hendi – og ég eða þú værum fædd inn í þannig þjóðfélag færum við að aðhyllast það sem okkur finnst hræðilegt í dag.

Í febrúar sl. fór ég að læra aðferð sem heitir „Access bars“ – og það snýst um að snerta ákveðna punkta á höfði fólks, þetta er orkuvinna og markmiiðið er að hjálpa fólki að losna við það sem því hefur verið kennt – sérstaklega varðandi dómhörku. Það er til þess að fólk sjái skýrar og eigi auðveldara með að nálgast sinn eiginn sannleika. Þetta hljómar pínku eins og töfrar, og það er rétt – fyrir mér eru þetta töfrar og ég kann í raun ekkert að útskýra það mikið betur.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s