Þessi saga er eftir rithöfundinn Paulo Cohelo en ég þýði hana hér á íslensku:
Einu sinni var viðskiptamaður sem sat við ströndina í litlu brasilísku þorpi.
Þaðan sem hann sat, sá hann brasilískan veiðimann sem réri litlum báti til strandar og hafði hann veitt þó nokkur marga stóra fiska.
Viðskiptamanninum þótti mikið til koma og spurði fiskimanninn, „Hversu langan tíma tekur það fyrir þig að veiða svona mikinn fisk?“
Fiskimaðurinn svaraði: „Aðeins stutta stund.“
„Hvers vegna ertu þá ekki lengur á sjónum og veiðir enn meira?“ – spurði viðskiptamaðurinn hissa.“
„Þetta er nóg til fæða alla fjölskylduna“ svaraði fiskimaðurinn.
Það spurði viðskiptamaðurinn, „Hvað gerir þú þá restina af deginum“?
Fiskimaðurinn svaraði, „Sko, ég vakna venjulega snemma, fer út á sjá og veiði nýjan fisk, þá fer ég aftur heim og leik við börnin. Síðdegis legg ég mig ásamt konu minni, og á kvöldin hitti ég vini mína í þorpinu og við fáum okkur drykk saman – við spilum á gítar, syngjum og dönsum fram á nótt.“
Viðskitamaðurinn lagði fram tillögu til fiskimannsins.
„Ég er með háskólagráðu í viðskiptafræðum. Ég gæti hjálað þér til að ná meiri persónulegum árangri.
Héðan í frá, ættir þú að eyða meiri tíma á sjó og reyna að veiða eins mikinn fisk eins og mögulegt er. Þegar þú hefur safnað nógu miklum peningum, gætir þú keypt stærri bát og veitt jafnvel enn meiri fisk. Fljótlega munt þú þá hafa efni á að kaupa fleiri báta, stofna eigin fyrirtæki, eigin framleiðslufyrirtæki með niðursöðuvörur og dreifikerfi. Þá munt þú hafa flutt burt úr þessu þorpi til Sao Paulo, þar sem þú getur sett upp höfuðstöðvar fyrir hin útibúin þín. „
Fiskimaðurinn heldur áfram að spyrja. „Og eftir það?“
Þá hlær viðskiptamaðurinn einlæglega. „Eftir það getur þú lifað kóngalífi í þínu eigin húsi, og þegar rétti tíminn kemur, getur þú farið með hlutabréfin þín inn í hlutabréfamarkaðinn og þú verður ríkur.“
Fiskimaðurinn spyr. „Og eftir það?“
Viðskiptamaðurinn segir. „Eftir það getur þú loksins sest í helgan stein, þú getur flutt í hús í sjávarþorpinu, vaknað snemma hvern morgun, veitt nokkra fiska, síðan haldið heim á leið til að leika við börn, fengið þér vænan síðdegisblund með konunni þinni, og þegar kvölda tekur getur þú hitt félaga þína í drykk, leikið á gítar, sungið og dansað fram á nótt.“
Fiskimaðurinn varð ringlaður, „Er það ekki það sem ég er að gera núna“?
