Um Jesú með brjóst …

Ég var einu sinni með fermingarnámskeið og las eftirfarandi texta fyrir börnin:

„Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu“ (1 Mós 1:26–27).“

Ég bað börnin um að teikna þá mynd sem þeim birtist af Guði eftir þennan lestur. Myndirnar voru fjölbreytilegar – allt frá þeirri sem við köllum hefðundnasta; Eldri mann með hvítt skegg yfir í það að vera ljósgeisli. Ein stúlka teiknað Guð sem var bæði karl og kona. Eftir þetta spunnust rökræður í hópnum og einn drengur varð reiður og barði í borðið og sagði: „Guð er karlmaður og hana nú“ ..Hinn sögulegi Jesús var svo sannarlega maður (eftir okkar bestu vitund). Orðið varð hold. Orðið varð maðurinn Jesús. En Jesús er líka Guð – og guðsmyndin okkar er örugglega fjölbreytt, eins og þessara barna á námskeiðinu.Mér finnst viðbrögðin þar sem fólk hneykslast og segir sig úr þjóðkirkjunni vera á sviuðum nótum og drengsins sem varð reiður – og kannski sár.Það var verið að „brengla“ hans guðsmynd sem var þessi gamli góði afi – með síða skeggið. En mér finnst við ekki getað ætlast til að allir hafa okkar guðsmynd.

Ef öðrum finnst Guð vera „kærleikur“ og teiknar hjarta þá er það hans/hennar guðsmynd.Jesús sagði sjálfur að við mættum honum í hans minnsta bróður. Þegar við gefum hungruðum að borða gefum við honum að borða. Þá myndum við teikna mynd af hungruðum betlara – myndi fólk hneykslast á því?


-Mannréttindi og frelsi til að vera þau sem við erum – og elska þau sem við elskum eru að aukast. Ekki fyrir svo mörgum árum hneykslaðist fólk og sagði sig kannski úr þjóðkirkjunni vegna þess að réttur samkynhneigðra til hjónavígslu var viðurkenndur.Fólk þarf kannski bara tíma til að aðlagast og átta sig ?Ég ætla ekki að hneykslast á þeim sem hneykslast … því þá endum við öll hneyksluð.

„Nobody knows the trouble I´ve seen, nobody knows but Jesus“ … eru þetta ekki skilaboð að allt fólk getur speglað sig í Jesú Kristi og hann skilur. Það eru til milljón „hefðbundnar“ myndir af Jesú – og það ætti ekki að trufla meðalmann eða -konu þó að ein birtingarmyndin sé einhvers konar trans einstaklingur. Mér finnst það bara vera að víkka veggi kirkjunnar – skilaboð um að allt fólk sé velkomið (og ekki vanþörf á).

„Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð allir eitt í Kristi Jesú.“Galatabréfið

Ég ætla að ljúka þessum pistli með upphafslínum í laginu „Wash away those years“ með hljómsveitinni Creed þar sem upplifun af kynferðisofbeldi er lýst sem að bera þyrnikórónu. Um leið tengir maður við það að það sé Jesús sem skilji tilfinninguna við að vera auðmýkt.

„She came calling
One early morning
She showed her crown of thorns
She whispered softly
To tell a story
About how she had been wronged
As she lay lifeless
He stole her innocence
And this is how she carried on
This is how she carried on“

2 hugrenningar um “Um Jesú með brjóst …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s