Við fæðumst „nógu“ eitthvað – eða alla veganna er ekki búið að telja okkur trú um að okkur vanti eitthvað. Við höfum ekki „móttakarann“ til að taka á móti því strax.
En alveg eins og fólk sem fer að láta planta í sig brjóstapúðum og sprauta í sig bótoxi – um leið og það hefur aldur til – vegna þess að það er búið að fá „upplýsingar“ um að það sé ekki nógu „eitthvað“ .. nema fá þessa aukahluti og gerfi inn í líkamann, þá erum við að planta og sprauta í börnin (rang) hugmyndum um að þau séu ekki nóg nema … eitthvað.
Sjálfsmynd þeirra fer að byggja á því hvernig þau líta út og hvað þau gera.
Þetta er eins og faraldur – eiginlega verri en covid, því hann er miklu lúmskari. Þetta er faraldur þess að vera ekki nægilega mikils virði eins og við erum. „Epidemic of unworthiness“
Of mörgu fólki finnst það hvorki eiga nóg – né vera nóg. Það kemur m.a. til vegna þess að það er að bera sig saman við annað fólk – og stundum falskar fyrirmyndir. Við höldum að við þurfum að breyta okkur – kannski að miklu leyti til að öðlast hamingjuna. Hamingjan komi þegar við erum laus við x mörg kíló, höfum náð ákveðnu prófi, eignast íbúð, bíl – maka o.s.frv. En hvenær er nóg nóg? Verður ekki alltaf eitthvað sem vantar uppá – eins og að við séum í fjallgöngu og það kemur alltaf nýr tindur? –
Hvað ef það að vera bara ÉG eða þú að vera bara ÞÚ sé eina leiðin að gleðinni. Að sættast við sjálfa/n sig? Hvað ef ÞÚ ert gjöfin þín til þín – nákvæmlega eins og þú ert núna? Hvað ef það sem er „rangt“ við þig er styrkur þinn? („Your „wrongness“ is you strongness“? … Þetta „rangt“ er í gæsalöppum því það er ekki rangt að vera með þunnar varir eða hrukkótt/ur – þannig að það þurfi að blása í það bótóxi – það er ekki rangt að vera með lítil brjóst – þannig að það þurfi að skera í líkamann til að bæta þar inn í brjóstapúðum.
Hvað ef það sem verið er að segja að þurfi að bæta – þarf alls ekki að bæta? Að upphaflega hafir þú bara verið allt í lagi – en einhver hafi farið að planta hugmyndum í þig sem barni að þú værir ekki allt í lagi. Það hafi brenglað þig og þú þurfir kannski bara að fjarlægja þessar hugmyndir – því þær valdi þér meiri skaða en gleði?
Pæling!