„Sátt eftir skilnað“ ..Námskeið 22. maí 2021.

Námskeiðið sem margir hafa spurt um: Sátt eftir skilnað verður nú í boði á ný.
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið (nánari staðsetning auglýst síðar)


Dagsetning: Laugardagur 22. maí frá 09:00 – 15:00

Framkvæmd: Leiðbeinandi og þátttakendur kynna sig.

Fyrirlestur og umræður f. hádegi: „Hið innra verðmæti“ – Grunnfyrirlestur í allri sjálfsrækt er að þekkja hvers virði við erum og hvað við eigum skilið.

Hádegishlé – Hollar veitingar 🙂

Fyrirlestur og umræður e. hádegi.
„Frá sorg til sáttar“ — rætt verður um sorgina við skilnað, sorgarferlið sem verður þroskaferli – og mikvægi sem felst í því að ná sátt við það sem við oft teljum ósættanlegt.

Eftirfylgni verður svo vikulega í fjögur skipti í tvo tíma í senn á þriðjudagkvöldum (fyrsta skipti 25. maí) Eftirfylgnihóparnir eru mjög mikilvægur hluti námskeiðisins svo það verður að taka frá tíma fyrir þá. 🙂 Facebook grúppa verður stofnuð um hópinn og þar sett inn ítarefni og þátttakendur geta spjallað saman.

Innifalið í námskeiðinu er einnig líkamleg næring á meðan námskeiði stendur.

Í þessum hópum hafa oft myndast vinatengsl sem hafa haldist til margra ára. ❤

Hámarksfjöldi í hópi er 10 manns.

Leiðbeinandi og fyrirlesari er Jóhanna Magnúsdóttir. Verð fyrir námskeiðið er 24.900. –

Markmið námskeiðisins er að ná sátt við sjálfa/n sig og sorgina/breytinguna eftir skilnað og um leið að opna á tækifæri til sjálfræktar og sjálfsþekkingar með nýjum leiðum.


Námskeiðið er fyrir öll kyn.

Myndin er táknræn fyrir titillagið: „Let it go“ …

Vinsamlega sendið póst á johanna.magnusdottir@gmail.com fyrir frekari fyrirspurnir eða skráningu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s