skráning: johanna.magnusdottir@gmail.com
Þriðja námskeið haustsins um sáttina eftir skilnað.
Hvað veist þú um samband skilnaðar og meðvirkni? – Langar þig að læra svolítið um það og á sjálfa/n þig? – Hefur þú upplifað höfnun? Býrð þú við óuppgerða sorg eftir skilnað – jafnvel sem var fyrir mörgum árum, eða ertu nýskilin og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga? – Lofaðir þú annarri manneskju að treysta henni, elska og virða, – en gleymdir að lofa sjálfri/sjálfum þér? –
Í framhaldi af þessum spurningum ætla ég að bjóða upp á hið marg- eftirspurða námskeið „Sátt eftir skilnað“
Námskeiðið er fyrir það fólk (ath! að í fyrsta skipti ætla ég að bjóða blandað námskeið – s.s. öll kyn velkomin) sem vilja vinna úr erfiðum tifinningum við skilnað – hvort sem skilnaður er ný afstaðinn, eða eftir sitja tilfinningar.
Hvenær og hvernig og hvar?
Námskeiðið verður haldið laugardaginn 30. október frá kl. 10:00 – 16:00 með eftirfylgni fjögur skipti:
1) Laugardagur 6. nóv. kl. 13:00-14:30
2) Laugardagur 13. nóv kl. 13:00 – 14:30
3) Laugardagur 20. nóv kl. 13:00 – 14:30
4) Laugardagur 27. nóv. kl. 13:00 – 14:30
(Ath! möguleiki að breyta einstaka eftirfylgnitímum ef hópurinn sammælist um það – einnig er í lagi að missa af kannski einu skipti).
Útbúinn er lokaður hópur á facebook, þar sem þú ferð í um leið og staðfestingargjald er greitt og þar eru nánari upplýsingar. Trúnaðar er óskað, bæði um það hverjir eru að taka þátt og það sem um er rætt.
Staðsetning er í Svövuhúsum – Hólmslandi, Tungufelli – (Heiðmörk).
Verð: 31.900.- staðfestingargjald kr. 3000.- (til að festa plássið) rest fyrir 28. október (hægt að skipta greiðslum)
Hámark 8 manns á námskeiði
Innifalin morgunhressing, ávextir, kaffi og te, hádegismatur og eftirmiðdagshressing.
Leiðbeinandi: Jóhanna Magnúsdóttir, kennari, ráðgjafi og guðfræðingur.
Dagskrá laugardags:
10:00 mæting, morgunhressing og kynning (húsið opnar 9:45)
11:00 Fyrirlestur
12:00 Úrvinnsla og samtal
13:00 Hádegismatur
14:00 Fyrirlestur
15:00 Úrvinnsla, samtal og heimferðarhugleiðsla.
16:00 Lokið
Skráning: Þú sendir póst á johanna.magnusdottir@gmail.com
Umsagnir frá 2021:
Ég gekk í gegnum skilnað rúmlega fimmtug eftir meira en 30 ára samband. Það var mér mikið áfall, ég var niðurbrotin, full af sjálfsásökunum, upplifði höfnun og skömm. Ég átti erfitt með að sjá framtíðina fyrir mér. Mér fannst ég hafa tapað fjölskyldu minni og þurfti að finna nýjar leiðir og hefðir í fjölskyldusamskiptunum. Námskeiðið hjá Jóhönnu nýttist mér afar vel. Hún er hlý, fordómalaus og hefur mikla reynslu á þessu sviði sem hún miðlar ríkulega af, er hvetjandi og aðstoðar við að koma auga á björtu hliðarnar. Námskeiðið hjálpaði mér mikið í að sættast við og skilja fortíðina og taka skref í átt að nýju lífi. Auk þess sem það gaf mér tækifæri til að eiga samskipti við og að læra af reynslu annarra kvenna í sömu sporum.
55 ára kona
Fimm mánuðum eftir minn skilnað var ég enn í miklu ójafnvægi með sjálfa mig; alltaf með kökk í hálsinum og lítið þurfti til að ég brysti í grát. Hugsanirnar allar í óreiðu og sjálfstraustið í molum. Mér leið eins og ég væri vesalingur sem gæti ekki haldið áfram lífsgöngunni án maka. Það var mér mikil blessun að fara á námskeiðið “Sátt eftir skilnað”. Þarna var saman kominn lítill hópur kvenna sem hafði svipaða reynslu að baki og undir fræðandi, heilandi uppfræðslu Jóhönnu og með gagnkvæmum skilningi og styrk frá hópnum, stendur eftir sterkari ég! Það verður enginn svikinn af þessu námskeiði – takk Jóhanna.
Þórunn, 54 ára.