FRÁ sorg til SÁTTAR – námskeið um sorg og að mæta sjálfum sér í sorgarferli

Ég heiti Jóhanna Magnúsdóttir, er með leyfisbréf sem kennari og embættisbéf prests. Ég hef starfað í mörg ár sem ráðgjafi og kennari. Hef kennt mörg námskeið hjá símenntunarmiðstöðum, og þá mest hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Í guðfræðináminu lærði ég sálgæslu og þar er m.a. fjallað um sorgina og sorgarferlið, – en mestan lærdóm hef ég þó dregið af eigin lífsreynslu – að vinna með fólki í gegnum sorgarferlið.

Ég þekki af eigin reynslu sorgina við að vera barn sem missir foreldri, en ég var sjö ára gömul þegar faðir minn lést. Bestu vinkonu mína – æskuvinkonu missti ég þar sem hún fékk krabbamein. Ég þekki sorgina við skilnað, þegar við barnsfaðir minn skidum eftir 20 ára hjónaband. Ég þekki sorgina við að missa móður yfir í heilabilun – þar sem hún hvarf hægt frá okkur. Stóra sorgin mín varð 2013, þegar dóttir mín lést í blóma lífsins – aðeins 31 árs, frá tveimur ungum börnum. – Það var margföld sorg, fyrir mig sem móður, að missa hana og horfa upp á sorg barna hennar og annarra náinna aðstandenda.

Ég hef skrifað marga pistla um sorgina – um hvernig við neyðumst til að bera hið óbærilega, hugsa hið óhugsandi – eins og að missa barnið sitt, og í raun sættast við hið ósættanlega.

Hvernig náum við því og hvers vegna er það mikilvægt? –
Hvað er sorgarferli – klárast það einhvern tímann?
Hvernig er hægt að læra að lifa með sorginni?

Ég hef ákveðið að deila reynslu minni, en ég hef mikla ástríðu fyrir því að hjálpa fólki og deila því sem ég hef lært, bæði af bókum og eigin reynslu og upplifunum – og mun bjóða upp á eins dags námskeið/fyrirlestur um SORG, þar sem boðið verður upp á eftirfylgni í 2 skipti – einn og hálfan tíma í senn þar sem hópurinn hittist.

Hámarksfjöldi á námskeiðinu eru 8 manns.

Átt þú erindi? Ef þú hefur elskað og misst og finnst þú eiga erfitt með að komast í gegnum sorgina óstudd/ur – þá áttu erindi. Skiptir ekki öllu hversu langt er liðið frá missi.

Námskeiðið er haldið miðvikudag 7. september kl. 17:00 – 20:00
Eftirfylgnikvöld eru: 14. og 21. september kl. 20:00 – 22:00

Alls 8 klukkustundir

Ath! Þegar þú hefur skráð þig og greitt staðfestingargjald – bæti ég þér í lokaðan facebook-hóp, ef þú ert á facebook og ég set þar inn ítarlegri upplýsingar og dagskrá á upphafsdegi. Eftirfylgnin er til að gefa fólki rými til að tjá sig um hvernig gengur – eftir námskeiðið.


Námskeiðið er haldið að Fiskislóð 24, Reykjavík 2. hæð
Skráning með því að senda mér tölvupóst johanna.magnusdottir@gmail.com
eða hringja í síma 8956119

Gjald fyrir námskeiðið – auk eftirfylgnitíma er 19.800.- staðfestingargjald er 3000.-

Innifalið er m.a. kvöldhressing og lítið hefti með minnispunktum frá námskeiðinu.

Markmið er að þér líði betur – og fáir meiri sátt í hjartað. ❤

Þú sem heyrir hrynja tár
hjartans titra strengi.
Græddu þetta sorgarsár
svo það blæði ei lengi.


Námskeiðið er fyrir allt fólk óháð hverrar trúar það er.

Ath! – Ég mun einnig setja hér upp annað námskeið/fyrirlestur sem svarar mjög algengri spurningu: „Hvernig mæti ég fólki í sorg? – fyrir aðstandendur og vini.
Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s