SÁTT eftir skilnað – námskeið laugardag 10. september 2022

Sátt – er kannski síðasta tilfinning sem við hugsum þegar við erum að ganga í gegnum skilnað. Skilnaður við maka felur í sér brostnar vonir og væntingar og breytingar sem var einhvern veginn þvingað upp á okkur.

Engin/n fer af stað í samband eða hjónaband með það markmið að skilja. Markmiðið er að ná að verða gömul saman, haldast hönd í hönd, horfa á sólarlagið og yfir farinn veg. Kannski eftir að hafa yfirstigið erfiðleika. –
Þegar þetta tekst ekki, verða vonbrigði. –Sagan okkar fór ekki eins og við höfðum ímyndað okkur – og það gerir okkur óhamingjusöm.
Þið hafið lagt í ferðalagið saman, en einhvers staðar á leiðinni skiljast leiðir. Það veldur, í lang flestum tilfellum sársauka. Þann sársauka þarf að viðurkenna, en ekki deyfa. Óviðurkenndur vandi verður ekki leystur. Vandi sem er deyfður er bara settur í dvala.

Ef þú vilt andrými – umhverfi – til að ræða þinn skilnað þá býð ég upp á slíkt með námskeiði sem ég kalla „Sátt eftir skilnað“ – Markmiðið er sáttin. Sátt við það sem við fáum ekki breytt. Ef við erum föst í að reyna að breyta fortíðinni getum við lent í þráhyggju og „blaming game“ og það er vont að vera föst.

Hægt er að lesa nánar um námskeiðið og uppbyggingu ef smellt er á þennan hlekk –
Skráning er hjá johanna.magnusdottir@gmail.com
Námskeiðið er haldið laugardaginn 10. september nk. að Fiskislóð 24, 2. hæð – kl. 09:00 – 15:00 og þrír tímar í eftirfylgni á miðvikudagskvöldum 14. 21. og 28. sept kl. 20:00 – 21:30 á sama stað.
Verð 24.900.- (staðfestingargjald 3000.-) Morgun- og eftirmiðdagshressing innifalin, en á Grandanum eru fjölmargir veitingastaðir þar sem hægt er að skreppa og snæða í hádegishlénu.
Fjöldi á hverju námskeiði eru 6-9 manns.

Leiðbeinandi er Jóhanna Magnúsdóttir, kennari og guðfræðingur.

Vertu hjartanlega velkomin/n

2 hugrenningar um “SÁTT eftir skilnað – námskeið laugardag 10. september 2022

  1. Bakvísun: Fyrirlestrar /námskeið/ hugleiðslukvöld o.fl. í september 2022 | JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,

  2. Bakvísun: Þegar þú ferð ofan í holu – við skilnað – þarftu hjálp? | JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s