Sjáfsmynd og samskipti – námskeið/fyrirlestur 8. september 2022 kl. 20:00 – 22:30

„Hver er ég?“ er væntanlega ein stærsta tilvistarspurning okkar mannfólksins, í framhaldi af því kemur spurningin – „Hver er tilgangur minn?“ –

Í framhaldi af því að skoða okkur sjálf – er gott að átta sig á samskiptum við annað fólk. Hver er það sem er að tala og bregðast við? Breytum við um persónu/hlutverk eftir hver á í hlut?

Hvernig tala ég út frá hjartanum? Út frá sjálfri/sjálfum mér?

Allt ofangreint og meira verður til umfjöllunar á örnámskeiði þann 8. september nk.

Markmið námskeiðisins er að þátttakendur fái betri sjálfsskilning og verkfæri til betri samskipta – bæði við sjálfa sig og aðra. –

Það verður a.m.k. gaman 🙂 Það skiptir öllu máli.

Staðsetning: Fiskislóð 24, 101, Reykjavík
8 . september – fimmtudag
Kl. 20:00 – 22:30

Leiðbeinandi: Jóhanna Magnúsdóttir – kennari og ráðgjafi
Verð: 3500.- krónur (tekið frá sæti með greiðslu)
Innifalið kaffi/te og nasl á meðan námskeiði stendur
Hámarksfjöldi þátttakenda eru 12 manns

Skráning hjá johanna.magnusdottir@gmail.com eða í messenger á facebooksíðu minni eða Jóhanna Magnúsdóttir Heilun og ráðgjöf (sími 8956119)
Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s