Þar sem gleðin er eina víman! –
–
Drög að dagskrá:
Mæting og gestir fá gleðisnafs 🙂
Við setjumst í hring og kynnum okkur lítilsháttar.
Farið í gleðihugleiðslu í ca. 10 mínútur (kannski á Spánarstrendur)
Við gerum gleðiorkuæfingar Donnu Eden.
Tölum svolítið um það sem gerir okkur glaðar – það sem þú veitir athygli vex og dafnar.
Penna-æfingar.
Sköpunargleðiverkefni.
Gestir fá allir að draga englaspil og fá gleðiráð í kringum það.
Gerum að lokum „tapping“ frá kvíða yfir í tilhlökkun – og förum heim með tilhlökkun í maga og bros á andliti.
Litagleði ríkjandi – svo fólk þarf að koma í litríkum fatnaði, rósóttum, skræpóttum – eða eins og hugmyndaflugið leiðir það.
Get líka boðið upp á svona kvöldstund fyrir hópa 🙂
Tveggja tíma prógram – frá 20:00 – 22:00
Verð 5000.- krónur
(léttar veitingar innifaldar – ath! allar veitingar óáfengar – þar sem gleðin er vímuefnið).
Hláturinn lengir lífið og hækkar tíðnina okkar – og þegar við hækkum tíðnina förum við að laða það góða að okkur ❤
Mátulegur fjöldi er 8-12 manns 🙂
= Gaman saman!
Staðsetning Fiskislóð 24, 2. hæð
Gleðikvöld verður haldið fimmtudag 4. ágúst nk.
Bókanir: johanna.magnusdottir@gmail.com
Gleðistýra: Jóhanna Magnúsdóttir
