„Í kirkjugörðum heimsins hvílir ómissandi fólk“ … námskeið um stjórnsemi og meðvirkni.

Það er staðreynd að við ráðum ekki öllu í þessu lífi – og ekki nokkur möguleiki á því að við getum stjórnað öllu. Við getum t.d. ekki stjórnað veðrinu og við getum ekki stjórnað öðru fólki, – eða: réttara sagt, við eigum ekki að stjórna öðru fólki, þó við vissulega reynum það oft – og fólk lætur stundum „að stjórn“ í einhvern tíma, en það endar oftast með ósköpum. –

Ástæðan fyrir því að við grípum til stjórnsemi er einmitt sú að við verðum öfgakennd í að stjórna því sem við teljum okkur GETA stjórnað. Segjum að við séum farþegar í bíl, – við erum sífellt að segja ökumanninum til, „keyrðu hægar“ – „ég myndi nú beygja hérna“ – „Ef ég hefði verið að leggja þá myndi ég leggja hér“ .. o.s.frv. – Ef við erum í flugvél hins vegar, sitjum við aftur í (nema við séum flugmenn) – og höfum bara ekkert um fluglagið að segja. Þá upplifum við vanmátt og stundum ótta og e.t.v. ákveðið valdaleysi.

Þegar að fólkið okkar veikist alvarlega, þá langar okkur ekkert meira en að vera því innan handar og hreinlega lækna það, en þá – alveg eins og í flugvélinni, þurfum við að treysta þeim sem ráðnir eru til að stýra, – þá eru það væntanlega læknar og hjúkrunarfólk. – Ef við förum að segja lækninum til – þá erum við dottinn í stjórnsemi.

Annað dæmi um stjórnsemi: Þú mætir manni á götu, hann biður þig um peninga. Þú vilt helst RÁÐA hvernig hann notar peningana, og ætlar því að hafa vit fyrir manninum. Í þessu tilfelli er það ekki okkar að „bjarga“ manninum eða taka ábyrgð á honum (væntanlega fullorðnum) – eða ráða hvort hann kaupir sér samloku eða fíkniefni. Það eina sem þú ræður er hvort þú ákveður að treysta þessum manni og gefa honum SKILYRÐISLAUST peninga.

Stjórnsemi foreldra getur valdið kvíða hjá börnum. Stjórnsemi getur verið lúmsk. Við tölum um tilfinningastjórnun eða „emotional manipulation.“ „Móðir þín heitin vildi alltaf að þú færir í lögfræði.“ „Ég er búin að segja öllum vinkonum mínum að þú ætlaðir í háskólann“ .. Þetta tengist oft að sjálfsmynd foreldra byggist á hvernig börnin þeirra standa sig. Veik sjálfsmynd – sem byggist á gjörðum eða eigum, eða á nánum fjölskyldumeðlimum – en ekki á innri styrk, er akkúrat oft rótin að stjórnsemi og meðvirkni!

Veistu hvort þú ert stjórnsöm/stjórnsamur? Ertu holl/ur barninu þínu? Maka þínum? Eru aðrir í kringum þig stjórnsamir?

Það eru fleiri birtingarmyndir stjórnsemi – og t.d. það að vera ómissandi – eða álíta sig vera það – er ein birtingrmyndin. Þegar ég sjálf greindist með krabbamein 2008 og þurfti að fara í aðgerð þá sagði ég við lækninn minn; „Ég get nú ekki tekið mikið frí frá vinnu“ – en þá svaraði hann einmitt: „Veistu það Jóhanna mín, að í kirkjugörðum heimsins hvílir ómissandi fólk“ … Þetta var eins og kjaftshögg – en ég lærði af þessu. Eftir að ég fór að greina stjórnsemi og meðvirkni, gerði ég mér grein fyrir því hvers vegna ég var „ómissandi“ – ég hafð hreinlega unnið að því að gera sjálfa mig ómissandi í vinnunni, því ég hafði þörf fyrir viðurkenningu og að skipta máli. Stjórnsemin kom líka fram í því að meðan ég taldi mig ómissandi þá var ég um leið að lýsa yfir vantrausti á annað fólk. Rótin að stjórnseminni er í raun lágt sjálfsmat og þörf fyrir að vera við stjórn – því það er kannski eitthvað sem við höfðum einhvern tímann upplifað sem við höfðum EKKI stjórn á. Í mínu tilfelli gæti það verið það að missa föður minn sjö ára gömul, – og þar ofan á minni áföll þar sem ég fékk engu ráðið sem barn.

Meðvirkni – og þá stjórnsemi verður einmitt til sem eðlileg hegðun barns við óeðlilega hluti. Það er óeðlilegt að missa föður ung og fá enga áfallahjálp eða umtal Það er ekki síst úrvinnslan, eða úrvinnsluleysið sem veldur þessum viðbrögðum að fara út í stjórnsemina. Ef við „greinum“ okkur meðvirk og/eða stjórnsöm þá verðum við að mæta okkur með mildi, því það á sér skýringar sem við hreinlega höfðum ekki getu eða kunnáttu til að bregðast við á nokkurn annan hátt en að fara í þessa hegðun. Það er þó hægt að vinna með þetta á fullorðinsárum, eins og ég sagði í upphafi; með því að mæta sér með mildi, skoða sögu sína og kannski taka fyrsta skrefið: að viðurkenna vandann!

Með stjórnsemi tökum við oft ábyrgð af einhverjum sem eiga að hafa sjálfar/sjálfir ábyrgð. Tökum gleði frá fólki, tökum þroska frá fólki, – og við vantreystum fólki. – Það er því bara alls ekki góður eiginleiki að vera stjórnsöm! ..

Meira um þetta og úrvinnslu – í litlu námskeiði sem ég ætla að bjóða upp á 13. september frá 20:00 – 23:00
Staðsetning: Fiskislóð 24, 101 Reykjavík
Hámark 12 manns á námskeiðinu
Verð 6.000.- krónur
Léttar veitingar innifaldar – og ég tek á móti þér með mildi
Skráning hjá johanna.magnusdottir@gmail.com

2 hugrenningar um “„Í kirkjugörðum heimsins hvílir ómissandi fólk“ … námskeið um stjórnsemi og meðvirkni.

  1. Bakvísun: Fyrirlestrar /námskeið/ hugleiðslukvöld o.fl. í september 2022 | JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,

  2. Bakvísun: Meðvirkni er ekki góðmennska … | JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s