Þegar þú getur ekki sagt nei – segir líkaminn nei :-/

Þegar við erum börn er okkur sagt að vera stillt og prúð – eða skilaboðin eru að það að vera „góð“ sé að það sé sem minnst fyrir okkur haft. Við lærum að hemja okkur og jafnvel bæla tilfinningar þegar við erum börn. Það geta verið bein skilaboð – eins og ef sagt er við okkur „ekki gráta“ þegar við þurfum að gráta, eða að við lesum það út úr fyrirmyndum okkar og samfélaginu. Við lærum þannig að vera samþykkt – með því að geðjast og þóknast – og vera stillt. Þannig fáum við viðurkenningu. –

Við lærum líka oft að við þurfum að gera eitthvað til að fá að heyra að við séum einhvers virði. – Við tengjum gjörðir við verðmæti okkar. –
Þess vegna, þegar við erum beðin um að GERA eitthvað, þorum við ekki að segja nei, jafnvel þótt við séum þreytt, illa upplögð eða bara alls ekki tilbúin, vegna þess að við tengjum það við að vera góð, vera verðmæt og vera viðurkennd.
Þetta þýðir alls ekki að við getum ekki sagt JÁ þegar við erum beðin um hjálp, en bara að við gerum það á réttum forsendum. – Ekki segja „já“ en finna að jáið þýðir bara að það er verið að stafla enn meira á þinn verkefnalista, sem er kannski yfirfullur. – Þannig verður það yfirþyrmandi og í framhaldinu gæti okkur akkúrat farið að verkja í líkamann, því hann finnur að við ráðum ekki við meira. –

Það er gott að líta í eigin barm. –

Hefur líkaminn einhvern tímann stoppað þig? –
Hvað eigum við að gera þegar líkaminn stoppar okkur? – Eigum við ekki að hlusta? – Eða eigum við að þagga niðrí honum, alveg eins og það er stundum þaggað niðrí börnum sem eru að kvarta? „Mamma mér er illt“ – „svona, svona, þetta eru bara smámunir“ – Einhvern tímann verðum við að hlusta, en stundum er það of seint, – þ.e.a.s. við erum orðin of veik. –

Ef við erum í starfi sem okkur líður ekki vel – ef við erum í hjónbandi þar sem okkur líður ekki vel, gerast sömu hlutir. Líkaminn segir: „hingað og ekki lengra“ – þú ert ekki að hlusta á hjartað þitt, þú ert að fórna hluta af þér til að geðjast umhverfi /maka/ almenningsáliti? –

Við lærðum þessa hegðun sem börn – hún var prógrammeruð inn í okkur, – en fyrsta skrefið er að verða meðvituð um hegðunina. Erum við sjálfum okkur sönn? Erum við að lifa okkar lífi eða annarra? –

Ef þú vilt hjálp við að finna út úr þessu – þá er ég með langa reynslu af því að aðstoða fólk til að vita það sem það veit 🙂 …. hjálpa þér að finna þinn eigin sannleika.

Ég hlusta á þig – ég nota líka heilun til að hjálpa þér að hreinsa út gamla prógrammið sem segir þér að verðmætið liggi bara í því sem þú ert að gera.

Ef þú vilt fá hjálp – eða bara fræðast meira um sjálfa/n þig og sýna þér sjálfsumhyggju, getur þú pantað tíma á facebook, eða johanna.magnusdottir@gmail.com

Ég er með síðu á Facebook þar sem ég auglýsi alls konar námskeið og fyrirlestra sem heitir: Jóhanna Magnúsdóttir Hvatning og ráðgjöf. Endilega kíktu við 😉


p.s.
Ég er guðfræðingur og kennari og hef starfað sem prestur. – Hef margra ára reynslu í að aðstoða fólk varðandi meðvirkni og sjálfstyrkingu. Er með sex ára háskólanám, en það má segja að minn æðsti og besti skóli hafi verið áralöng vinna með fötluðum. Hef verið aðstoðarkona einhverfra í skóla, verið leiðbeinandi á námskeiðum fyrir fatlaða og fyrir starfsfólk sem er að vinna með fötluðum. Margt af þessu fólki með fötlun hafa verið „meistaranir“ mínir hvað mannleg samskipti varðar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s