Hér verður listað upp það sem er í boði í dásemdarsalnum á Fiskislóð 24 í septembermánuði.
„Ég lifi og þér munuð lifa“
Tölum um líf eftir dauðann – fyrirlestur og samtal á persónulegum nótum.
Ég mun tala um mínar upplifanir af því að mæta fólki sem er farið og hvernig það hefur haft áhrif á líf mitt.
Fimmtudagskvöld 1. september kl. 20:00 – 22:00
Hámark 12 manns
Verð 3.500.- krónur
——————————————–
Hugleiðslukvöld – leiðin inn á við og þar sem við stækkum hið innra verðmæti, þannig að hið ytra verður ekki eins ríkjandi í lífi okkar. –
Notalegar kvöldstundir með leiddri hugleiðslu sem virkar heilandi í leiðinni.
Mánudagskvöldin 5. 12. 19. og 26. september kl. 20:00 – 21:30 (möguleiki á framhaldi í október)
Verð 3000.- krónur stakt kvöld eða 10.000.- krónur fyrir fjögur skipti.
——————————————–
Fyrirlestur /námskeið: Sjálfmynd og samskipti
Fimmtudagskvöldi 8. september kl. 20:00 – 22:30
Verð 3.500.- Hámark 12 manns
Sjá nánari upplýsingar ef smellt er HÉR
———————————————-
Námskeiðið Sátt eftir skilnað:
„Sátt eftir skilnað“ Laugardaginn 10. september kl. 09:00 – 15:00 – eftirfylgni á miðvikudagskvöldum 14. 21. og 28. september kl. 20:00-21:00
Verð 24.900.- krónur – léttar veitingar innifaldar (þó ekki hádegisverður)
Nánari upplýsingar ef smellt er HÉR
——————————————
Meðvirkni og stjórnsemi – örnámskeið.
Þriðjudaginn 13. september kl. 20:00 – 22:30
Sjá nánari upplýsingar ef smellt er HÉR
——————————
Minni á að hægt er að panta hjá mér tíma í heilun /ráðgjöf = ráðgjafarheilun:
Hún fer þannig fram að ég tek á móti þér og við eigum stutt samtal – síðan leggstu á bekk og við eigum saman ca. 50 mín í þögn þar sem ég nota tækni sem heitir Access Bars og snerti þá aðallega höfuð þitt. – Þetta er þó ekki bara allt „tækni“ heldur líka næmni, þannig tengist ég þér betur og fæ sjálf ráð hvernig ég get best hjálpað þér.
Fyrsti tíminn er 90 mínútur – en síðan eru þetta ca. 60 mínútna tímar, er þú vilt koma aftur.
Verðið er enn á „opnunartilboði“ og er 9000.- krónur tíminn.
Allt ofangreint pantar þú hjá johanna.magnusdottir@gmail.com eða í síma 8956119
Einnig hægt að hafa samband við mig á facebook.
Ykkar einlæg; Jóhanna Magnúsdóttir ❤

Sæl Jóhanna Ég ætlaði að skrá mig, á námskeiðið samskipti og sjálfsmynd. Ég er að lenda eftir ferðalög. Man ekki hvort ég er búin að skrá mig. Hef einnig áhuga á námskeiðinu sátt e. skilnað Kveðja Áslaug R. kt. 1312583139 Ps. get ég hring í þig við tækifæri Kv.ÁR