Það sem er í raun og veru dónalegt er að segja við manneskju „Þú ert dónaleg/ur“ –

Hugsum okkur að lífið sé spegill og það sem við segjum við aðra komi til baka til okkar eins og bergmál. –

Ég hef nú starfað með fötluðum um tíu ár, – stundum er það fylgifiskur fötlunarinnar að eiga erfitt með samskipti – nú eða vera ofur heiðarleg. Sum „fötlun“ liggur í því að fólkið bara kann ekki að nota hvíta lygi eða fara „fjallabaksleið“ að efninu. – Nú eða ef það er spurt þá segir það sannleikann. –

Ef þú spyrð: „Hvernig finnst þér klippingin mín?“ – og viðkomandi segir: „Mér finnst hún ekki falleg.“ – Þá er hann bara að segja það sem honum finnst – en er ekki dónaleg/ur. Ég hef hins vegar orðið vitni að akkúrat þessum samskiptum. Einhver er spurður – svarar af heilu hjarta og sá sem spyr móðgast og kallar „þú ert dónalegur“ …

Í raun ættum við aldrei nokkurn tímann að segja við einhvern – „ÞÚ ERT DÓNALEG/UR“ – því að í því liggur dómur – og um leið og við segjum þetta erum við sjálf orðin „dónarnir“ – því hversu kurteist er það að segja svona við fólk – og hvers vegna leyfum við okkur það? –
Jú þarna er vankunnátta í samskiptum á báða bóga. –

Það er alltaf tækifæri til að læra. –

Þau sem vinna á leikskóla þekkja vel til þess sem kallað er „Ég og þú boð“ að nota Ég boð í stað þú. Í „Þú ert“ – liggur nefnilega dómur og jafnvel getur viðkomandi barn/fullorðinn upplifað það sem árást. Samskiptin verða aldrei góð í framhaldi af því. – Það eru líka „lokuð samskipti“ –

Hvernig er hægt að svara með „ég“ ef við upplifum að einhver er særandi – nú eða að okkar mati dónaleg/ur? – Hvernig tölum við út frá sjálfum okkur án þess að dæma að ráðast á?

T.d. með klippinguna? – „Mér finnst leiðinlegt að þér finnist klippingin mín ekki fín, því álit þitt skiptir mig máli.“ – eða bara „Takk fyrir að segja álit þitt, ég er bara þokkalega ánægð með hana sjálf“ ..

Ef einhver lætur eitthvað mjög ljótt og það sem við upplifum dónalegt út úr sér – þannig að við særumst eða móðgumst, þá er það kannski lenska að særa á móti, meiða eða móðga? – Það eru auðvitað ekki samskipti í kærleika eða virðingu. – svo það hjálpar ekki að fara á sama plan, heldur – einmitt bara að segja nákvæmlega hvernig OKKUR líður.

Ef ég er að keyra með einstakling sem öskrar í bílnum – jafnvel eitthvað óviðeigandi og ljótt. Þá öskra ég ekki til baka: „HÆTTU ÞESSUM ÖSKRUM OG DÓNASKAP“ – heldur: „Kæri vinur veistu það að mér verður svolítið illt í eyrunum og hjartanu þegar þú öskrar – ertu til í að stilla þig aðeins fyrir mig? – Þetta eru raunveruleg dæmi sem ég hef sjálf upplifað og viðbrögðin verða allt önnur en ef farið er að rífast t.d. við einhverfan einstakling. –


Virðing – Virðing og aftur Virðing og svo „dash“ af kærleika – gera öll samskipti betri. –



Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s