Shania Twain lýsir því að missa manninn sinn við skilnað – að sorgin sem hún upplifði hafi verið á svipaðri stærðargráðu og þegar hún missti foreldra sína, en þau létust í bílslysi þegar hún var liðlega tvítug. –
Það var eins og dauði – að hennar sögn. Endalok svo margra þátta í lífi hennar. – Hún segist aldrei hafa komist yfir dauða foreldranna, og hafi þá hugsað „shit“ hvernig á ég að komast yfir þennan skilnað. – Hún hugsaði þá – að hún þyrfti að finna leið til að komast áfram, hvernig hún ætti að skríða upp úr þessari holu – sem hún var komin í.“
Þetta kemur fram í heimilidarmynd um Shania, sem er á NETFLIX.
Það eru ekki allir sem átta sig á því hvað skilnaður getur verið erfiður og mikil sorg – og oft ætlast til að fólk bara „hristi hann af sér.“ – Eftir skilnað upphefst sorgarferli – og til að „skríða“ áfram – eins og Shania lýsir svo vel þar að fara í gegnum tilfinningarnar í ferlinu. Í GEGNUM er lykilorð – en ekki framhjá – undir eða yfir, en það gerum við þegar við forðumst tilfinningar. Það gerum við með vinnu, með vímuefnum, með því að hlaupa í nýtt samband. Það er vissulega einhver möguleiki að heila sig – um leið og maður er kominn í nýtt samband, en það þarf þá samvinnu nýja makans og ekki hætta í sjálfsvinnunni.
Ég hef boðið upp á námskeiðið Sátt eftir skiilnað – alveg frá því 2012 (með hléum) þar sem ég leitast við að mæta fólki og búa til vettvang – þar sem hægt er að tala upphátt um tilfinningar og fara í gegnum þær án þess að vera dæmd – eða sagt að „herða sig nú bara upp“ – Það sem þarf er skilningur – og alveg eins og allt fólk sem er í sorg þá þurfum við tíma til að aðlagast breyttum aðstæðum. Breytingar eru sársaukafullar. Svo er hægt að fara að skoða – í framhaldi hvort eitthvað gott kemur út úr breytingunum, en það gerist ekki á svipstundu, eins og brella eða töfrar. Þarna þarf fólk að sýna sér mildi og þolinmæði.
Það getur verið hetjuskapur bara að koma sér á fætur – og í sturtu þegar mikið áfall hefur riðið yfir. Samt er oft ætlast til þess að fólk, eftir skilnað, mæti bara glaðbeitt í vinnu með „það er allt í lagi hjá mér“ grímuna – mjög snemma eftir að áfallið hefur dunið yfir.
Nánar má lesa um námskeiðið ef þú smellir hér.
Þú getur líka pantað tíma hjá mér í einkaráðgjöf – síma 8956119 eða sent póst á johanna.magnusdottir@gmail.com
