Er líf eftir dauðann? – fyrirlestur

Sæl verið þið, það sækir á mig að tala um sorgina, áföllin, lífið og dauðann. Þegar ég spyr: „Er líf eftir dauðann?“ – þá er spurningin bæði um þau sem hafa dáið – og hvers konar líf það er, og okkur sem eftir lifum. Þau sem hafa misst nákomna ættingja vita að lífið er aldrei eins og það var fyrir þennan missi. –

Fyrsta reynsla mín af því að missa var þegar faðir minn lést í slysi á Spánarströnd þegar ég var aðeins sjö ára gömul. – Ég hef horft á eftir nánum vinum og ættingjum í dauðann, – og stærsta áfallið mitt var að missa dóttur mína 31 árs, eftir stutt en grimm veikindi – en hún lést frá tveimur ungum börnum. –

Sorgin hefur ítrekað bankað á dyrnar – og svo þarf að lifa með þessu öllu! – Hvernig förum við að því? Hvernig er lífið eftir dauðann? – Ég veit það eru margir sem óska eftir að fólk hafi minnsta skilning á líðan þess. Þessum óbærileika við sorgina.

Fyrirlesturinn verður tvíþættur. Annars vegar að skilja hversu þungbær sorgin getur verið – og mikilvægi þess að viðurkenna og virða sorgina – og að fara í gegnum þær tilfinningar sem fylgja henni. Hún getur verið það þungbær að okkur langar, á einhverju tímabili, mest til að fylgja á eftir hinum látnu. Treystum okkur bara ekki í allan tilfinningapakkann og tilveran verður óbærilega þung og stundum óraunveruleg.

Seinni hlutinn er „uppbygging“ – og við fáum hjálparráð í sorginni. Ég mun einnig deila með þátttakendum mínum upplifunum af „lífi eftir dauðann“ – og hvernig ég hef skynjað samskipti við þau sem eru farin. – Það er næmni sem hefur ágerst með árunum – og kemur fram bæði í draumum og í daglegu lífi.

Ég hef starfað sem prestur, kennari og sálusorgari – þetta er þó „inklúsív“ fyrirlestur og tengist ekki einum trúarbrögðum – og einu forsendurnar fyrir mætingu er að vera manneskja sem langar til að dýpka skilning sinn og vera með fólki sem hefur líka upplifað sorgina. Að finna að við erum ekki ein.

Fyrirlesturinn verður haldinn á Fiskislóð 24, 101, Reykjavík – 2. hæð. Merkt „Akkurat“ og „Urð“ m.a. í glugganum við innganginn.

Dagsetning: Miðvikudag 21. september kl. 20:00 – 22:00
Gjaldið fyrir þátttöku er 4000.- krónur –
Greiðist fyrirfram á reikn. 0303-26-189 – kt. 2111617019
(Tekur frá sæti m/greiðslu) – Hægt að afbóka m/sólarhringsfyrirvara.

Kaffi, te og vatn í boði.

Sendu mér gjarna póst á johanna.magnusdottir@gmail.com til að bóka og ég svara um hæl ❤
Fyrirlesturinn er haldinn að Fiskislóð 24, 2. hæð. Verið hjartanlega velkomin.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s