„Gå ikke foran mig. Måske vil jeg ikke følge dig“.
„Gå ikke bagved mig. Måske vil jeg ikke føre an“.
„Gå ved siden af mig og vær blot min elskede“.
Úr Wikipedia: – „Valentínusardagurinn er dagur helgaður ástinni sem haldinn er hátíðlegur á messudegi heilags Valentínusar 14. febrúar ár hvert. Dagurinn á uppruna sinn í Evrópu á 14. öld. Meðal þess sem er hefðbundið að gera þennan dag er að senda sínum heittelskaða/sinni heittelskuðu gjafir á borð við blóm og konfekt og láta valentínusarkort fylgja með. Þessar hefðir eiga uppruna sinn í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum en í öðrum löndum gilda aðrar hefðir og sums staðar er dagurinn helgaður vináttu í stað ástar. Í löndum þar sem ekki er löng hefð fyrir því að halda Valentínusardaginn hátíðlegan hafa bandarískir siðir gjarnan fylgt þegar venjan er tekin upp.“ –
Ekki minnist ég þess að hafa haldið upp á þennan dag sérstaklega, enda af kynslóð þar sem sumir „fussa og sveia“ yfir svona siðum, – en auðvitað finnst okkur vænt um að fólk sýnir okkur, í annað hvort gjörðum, eða með fallegum hlutum – svo ekki sé talað um rósir, – að þeim þykir vænt um okkur. – Og, jú, það veitir ekki af áminningunni! –
En auðvitað er ástin aldrei metin til fjár og munum að ein rós gefin af einlægni er rómantískari en bílfarmur af blómum gefinn af sýndarmennsku. –
Auðvitað ættu allir dagar að vera helgaðir ástinni, hún ætti að vera drifkraftur okkar, – og eins og stendur þarna á myndinni, sáðu velvild, ræktaðu ást … hvað er göfugra?