Finnst þér að þú hafir lagt þig alla fram í samskiptum við maka þinn – en sitjir nú uppi fráskilin og í lausu lofti? – Hvað gerðist eiginlega?
Varstu kannski að halda öllu saman, límið í fjölskyldunni og passa upp á að allt gengi upp, og var sambandið í raun orðið hálf vélrænt. – Þið voruð e.t.v. bæði hætt að “nærast” í sambandinu og í staðinn fyrir að leita að ráðgjöf eða skoða orsakir fór annað hvort ykkar, eða bæði að leita að þessari næringu annars staðar?
Kannski kannastu við eitthvað af þessu, eða allt, en þú vilt ÖRUGGLEGA ekki fara í svona samband aftur, samband sem fjarar út eða endar með leiðindum. –
Kannski þarftu að læra að standa betur með sjálfri þér, setja mörk, elska þig, treysta á þig og virða þig, trúlofast sjálfri þér, áður en þú leggur út í annað eins ferðalag og hjónabandsleiðin er. –
Þú þarf a.m.k. að viðurkenna tilfinningar þínar og sársaukann áður en hægt er að heila sig. –
Kannski er sjálfsmyndin brotin, eða alveg týnd.
Kannski er það vegna þess að þú hefur lifað svolítið fyrir aðra en sjálfa þig, jafnvel í speglasal og þarft að finna ÞÍNA sjálfsmynd, því það er auðvelt að tína henni í speglasalnum. Speglasal sem nær e.t.v. aftur til uppeldis og viðmóts forfeðra- og mæðra sem hafa gengið mann fram af manni allt til þinna daga um hvernig að þú ættir að hegða þér, koma fram o.s.frv. í dag, – árið 2012?
Hver ert þú, fyrir hvað stendur þú og hvað vilt þú? ..
Hvað átt ÞÚ skilið og hvað þarft þú til að skína?
Við hjá Lausninni – bjóðum þér stuðning og námskeið við að leita að þínu svari eftir að draumurinn um hjónabandið dó, átta þig á þinni spegilmynd og að standa með sjálfri þér. – Smelltu þér á Lausnina og skoðaðu hvort að námskeiðið sem hefst 18. febrúar nk. er eitthvað sem hentar þér. –