Samtal um sjálfs-traust – I hluti

Þessi skrif eru mínar eigin hugleiðingar í bland við hugleiðingar úr bókinni „Self-Confidence“ eftir Paul McGee,  en hann talar þar um hvað þarf oft lítið til að breyta miklu. – Tekur sem dæmi gerið í brauðbaksturinn,  eða stefnubreytinguna á áttavitanum þegar til lengri tíma er litið.

Flest ef ekki öll viljum við geta treyst öðrum, en ekki síður okkur sjálfum. –

Svo hvað er sjálfstraust? – Hafa trú/traust á sjálfum/sjálfri sér –

Í „glóyrðabók“ Guðna Gunnarssonar,  segir hann:

Treysta: að styrkja, að trúa og  Trúa: að treysta sig, að styrkja sig

Sjálfstyrking og sjálfstraust vinna því saman og við þurfum að vinna með trúna og traustið á hverjum degi, – vinna í því að styrkja sig. –

Paul McGee (höfundur „the SUMO guy“ – (Shut up and move on) segir að sjálfstraust sé X-faktor lífsins okkar. Góðu fréttirnar eru, að oft þarf ekki nema litla breytingu til að auka sjálfstraustið til muna.

Ég er ekki að tala um annarra traust, sem er það sem kemur að utan, heldur sjálfs-traust sem kemur innan frá.

Við þurfum ekki að vera veik til að batna. Við höfum öll gott af því að styrkja sjáflstraust okkar.

Sjálfstraust tengist hugrekki. – Ef okkur er boðið verkefni eða vinna og við förum að draga úr okkur, þ.e.a.s. úrtöluröddin fer að yfirgnæfa þurfum við að styrkja hvatningaröddina. – Það er til að við þorum! –

Kannski höfum við einhvern tímann fengið tækifæri upp í hendurnar og okkur langað að segja JÁ,  en ekki þorað því vegna skorts á trausti á okkur sjálfum!

Lykiliin er að hafa traust á á getu okkur og hæfileikum, jafnvel þó að við hefðum ekki kunnað starfið,  við hefðum e.t.v. og eflaust getað lært það!

Að auka sjálfstraustið gerir lífið ekkert endilega auðveldara, við höldum áfram að gera mistök og mæta mótstöðu, en það eykur gæði lífsgöngu okkar. –

Sjálfstraust þýðir ekki að við verðum Súperman eða Wonder-woman, – við höldum áfram að vera takmörkuð við hæfileika okkar en munurinn er sá að við treystum þá sem eru fyrir. –  Ef við getum sungið þá þorum við að syngja.  Við höfum öll hæfileika (þeir eru kallaðir talentur (talents)  í Biblíunni) til að ávaxta. –

Við verðum að horfast í augu við raunveruleikann, – en dæmi um fólk sem gerir það ekki og hefur ekki raunveruleikaskyn er t.d. það fólk sem mætir í söngprufur fyrir raunveruleikaþætti algjörlega laglaust. –

Þó ég hafi ágætt sjálfstraust þá veit ég að ég mun ekki vinna stórsigra á óperusviðinu eða sem ballerína 😉 ..

Aftur á móti, hef ég ágæta hæfileika til að skrifa og ég gæti með góðu sjálfstrausti, trú á sjálfa mig, ræktað þá hæfileika. –

Ég get að sjálfsögðu farið að dansa lika, þó ég geri mér engar grillur um að vinna sigra í ballettheiminum!

Sjálfstraust og hæfileikar verða að fara saman. –

Hæfileikar eru stundum kallaðar náðargáfur, – gjafir sem okkur eru gefnar.  Það er í raun synd að nýta aldrei þessar gjafir eða fela þær.  Þær eru partur af okkur og eina sem við þurfum að gera er að nota þær. –

Ef að hæfileikarnir eru múrsteinar, er sjálfstraustið steypan á milli þeirra, – og það þarf bæði til að ná árangir og njóta velfarnaðar.  Sjálfstraustið hjálpar okkur við að byggja. –

Pælum í því að við erum bara býsna sjálfsörugg í mörgu.  „Practice makes perfect“ –  Flestir geta lært hluti eins og að aka bíl, til að byrja með erum við klaufsk, drepum e.t.v. á bílnum og skiptum vitlaust um gír, en svo er það einn daginn þannig að aksturinn er orðinn næstum sjálfráður.   Hvað ef að við hefðum aldrei trúað á getu okkar til að keyra bíl? –

Sjálfstraust er ekki andstæða við auðmýkt.  Sá sem er auðmjúkur hefur einmitt einmitt gott sjálfstraust.  Það þarf t.d. oft hugrekki til að biðjast fyrirgefningar. –  Að viðurkenna mistök sín er hugrekki.

Það er þó fín lina á milli hroka og sjálfstrausts, og þegar að við getum ekki viðurkennt mistök okkar – erum við komin yfir hana – (komin hrokamegin við línuna). –

Auðmýkt er ekki það að láta valta yfir sig, leggjast eins og dyramotta fyrir fótum fólks.  Auðmýkt er að taka heilbrigt tillit til sjálfs sín, auðmýkt er að vita það að það er allt í lagi að gera mistök og viðurkenna þau.  Auðmýkt er að játa það að það er í lagi að vera ófullkomin og ekki hægt að vera fullkomin. –

Sá sem aldrei gerir neitt – gerir heldur aldrei mistök 😉

Það er sjálfstraust að gera sér grein fyrir og játa veikleika sína og að við getum ekki verið sterk á öllum sviðum. –

E.t.v. er auðmýktin fólgin í því að viðurkenna að á ákveðnum sviðum lífsins þurfum við að þiggja hjálp frá öðrum. –

Auðmýktin er andstæða hroka en ekki andstæða sjálfstrausts.-

Það er hollt að staldra við, líta í eigin barm og spyrja sig hvort að við treystum okkur til að biðja um hjálp, treystum okkur til að viðurkenna þegar við höfum gert mistök. Ég er ekki að tala um að taka byrðar heimsins á okkar herðar, eða taka á okkur sök að ósekju. – Bara þegar t.d. við uppgötvum að við höfum kannski farið offari í dómum okkar gagnvart einhverju fólki,  kannski í bræði? –

Það er svo gott að doka við, hugsa aðeins áður en við leggjum af stað í ferðalag, en ekki leggja af stað í reiði eða gremju, – það er vondur byrjunarreitur. –

„Að efast um gjörðir sínar er allt í lagi á meðan að efinn er vinur okkar en verður ekki yfirvaldið. -“

Læt þetta duga í bili – sem fyrsta hluta.  En annar hluti verður um „Hver braut niður sjálfstraustið þitt?“ – Þar verður m.a. farið í bernskuhlutann og meðvirknina. –

2 hugrenningar um “Samtal um sjálfs-traust – I hluti

  1. Það er til bók sem heitir eitthvað á þá leið: Self-compassion is more important than self-esteem. Mér finnst það mjög áhugavert. Að ef þú hefur sjálfs-samúð, þá þarftu ekki að bera þig saman við aðra, þá þarftu ekki að keppa við aðra. Þú þarft ekki að sanna þig, þú leyfir þér að vera mannlegur, ófullkominn, gera mistök. Og leyfir öðrum það sama.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s