4 mínúturnar hans Doctor Phil. …

Ég  bý svo vel að eiga systur sem býr í sama húsi og ég, þ.e.a.s. ég bý á fyrstu hæð og hún þriðju. –  Ég skýst stundum á flónnelinu eða velúrnum (náttbuxunum eða heimabuxunum)  upp í morgunkaffi til hennar.  Það er ekkert smá notó.  Hún er með Doctor Phil, en ég ekki. – Þ.e.a.s. hún er með Skjá einn.  Um daginn settist ég niður með indælan kaffibolla og með Doctor Phil. – Stundum er þetta voðalegt amerískt drama, enda maðurinn amerískur og drama er mikið í henni Ameríku! 😉

En eitt ráð sem hann var að gefa sambúðarfólki sem ég held að sé gott að hafa í huga, – fyrir alla sem er í sambúð, hjónabandi eða bara í sambýli við annað fólk,  á hvaða nótum sem það er. –

Ráðið er eftirfarandi:

Gefðu þér fjórar mínútur (þú þarft ekki að liggja á klukkunni eða setja upp tímaglas, heldur er þetta auðvitað „sirkabát“l)  þegar þú kemur heim (eða tekur á móti einhverjum sem er að koma heim) til að veita sambýlisfólki, börnum og/eða maka jákvæða athygli, – rabba um góða hluti, gefa knús eða hvað sem þið eruð vön að gera, heilsa a.m.k. almennilega upp á hvert annað ÁÐUR en farið er að röfla yfir draslinu í ganginum, ræða hvað vinnan var ómöguleg,  rukkuninni vegna stöðumælagjaldsins sem þú tókst með þér úr póstkassanum – o.s.frv.  Það er að segja ef þú þarft eitthvað að kvarta. –  Ekki byrja innkomuna á neikvæðni, – því að ef þú byrjar á jákvæðu nótunum leggur það línurnar fyrir framhaldinu. –

Sumir koma heim og byrja strax að kritisera, – „af hverju er ekki búið að taka úr uppþvottavélinni“ – „Hver var að fá sér brauð hér, það er brauðmylsna út um allt“ – blablajólakaka.   Þetta er ekki manneskja sem þeir sem fyrir eru á heimilinu hlakkar mjög mikið til að fá heim, – og getur valdið streitu,  hvernig skapi skyldi nú pabbi, mamma, maðurinn minn, konan mín vera í þegar hún/hann kemur heim? …

Þú vilt varla vera persónan sem hinir eru á nálum yfir? –

Ýkt mynd af svona „óþægilegri“ manneskju er eiginmaðurinn í myndinni  „Sleeping with the Enemy“  sem tékkaði hvort að allar dósir snéru rétt í matarskápnum og hvort að handklæðin væru jafnsíð á slánni. –  Já, ýkt, – en ef það er aðili inni á heimilinu sem er sífellt dæmandi aðra heimilismenn þá fara heimilismenn ósjálfrátt að upplifa þennan aðila sem „óvininn.“    Það er ekki þægilegt að búa með óvininum.  –  Sambúð á að vera stresslaus og góð,  við eigum hvorki að þurfa að vera á nálum né í óöryggi að vera sífellt gagnrýnd því að við annað hvort gerum ekki nógu vel eða erum ekki nógu fullkomin. –

En byrjum smátt,  fjórar mínútur –  og kannski verða þessar fjórar mínútur að fjórum stundum? – Kannski er eitthvað af því sem þurfti að kvarta yfir ekki þess virði og gefur ekkert vitamín inn í samband eða í fjölskylduna.  Kannski er miklu auðveldara að ræða t.d. umgengni á uppbyggilegum nótum, eftir jákvæðar fjórar mínútur. –

Verst að systir mín er í vinnunni núna, – annars myndi ég vera á leið upp til hennar,  mér finnst svo notalegt að drekka kaffi í samneyti á morgnana, – okkur er ekkert ætlað að vera ein eða hvað? –  Hvað sagði Guð; „Eigi er það gott að maðurinn sé einn“ –  (2M 2.18) .. og þá auðvitað konan ekki heldur eða hvað? –

Salt og pipar,  Ying og Yang .. og allt það. –

Reyndar tók dóttir mín (sú eldri) sig einu sinni til og auglýsti (án þess að spyrja mig)  á einkamálasíðu og skrifaði m.a.:   (já þetta er satt) –

„Óska eftir manni til að drekka kaffi með mömmu minni á morgnana“! ..

En ég á s.s. uppátækjasama dóttur og þetta er önnur saga og segi kannski betur frá því síðar.

Eigum góðan dag og vonandi getur einhver nýtt sér þessa 4 mínútna aðferðafræði Doctor Phil. –

Takk fyrir að lesa. –

p.s. bara svo það sé á hreinu þá er þetta ekki auglýsing eftir manni. – „I have my resources“ .. 😉

2 hugrenningar um “4 mínúturnar hans Doctor Phil. …

 1. Skemmtilegt og einlægt eins og þú ert svo þekkt fyrir!
  Mér kemur í hug Buddatrúarmaður við lesturinn. Líklega vegna þess að mér skilst að það fólk sé svo afslappað og laust við dómhörku. Við Íslendingar eru of dómharðir yfirleitt. Það er í eðli þjóðarinnar að vera í sífeldu naggi um smámuni. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að hafa jákvæða manneskju eins og þig, til að varpa inn á sviðið nokkrum sólargeislum. Það gjörbreytir stöðunni fyrir alla sem koma nærri.
  Mig langar til að trúa þér fyrir því að ég fór að fara um facebook, næstum eingöngu til að breyta orðræðunni til betri vegar,þar sem með þurfti.
  Ég vildi nefnilega ekki standa utan við sviðið segjandi að það væri svo mikið á neikvæðum nótum á facebook.
  Með því að koma jákvæðu viðmót að, finnst mér ég nú þegar hafa áorkað töluverðu. Finnst ég hafa vakið upp gleði hjá ýmsum, lækkað öldurnar hjá sumum sem voru skapvondir eða afundnir.
  Það er alls staðar hægt að gera eitthvað gott úr hlutunum. Fyrst er að vilja, svo er að gera.
  Verum samtaka Jóhanna og bætum það sem er á okkar valdi að hafa jákvæð áhrif á.
  Það var svo ánægjulegt að hitta þig á sviðinu með þína yndislegu jákvæðni. Það græðir og bætir á alla lund!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s