Sjálfsræktarhópur … hlúð að jarðveginum.

Ég er að fara af stað með nýjan hóp í Lausninni, – kalla hann bara „sjálfsræktarhóp“ –

Hópurinn fer af stað þegar sjö manns eða fleiri hafa skráð sig í hann, en hámark er 12.  Hópurinn er bæði fyrir karla og konur 18 ára og eldri.

Hópurinn hittist á þriðjudögum kl. 17:15 – 18:45 

Staðsetning  Síðumúli 13, 108 Reykjavík.

Mánaðargjald,  miðað við 4 tíma er 6.800.- krónur  – skuldbinding í mánuð í senn. –

Þátttakendur fá tilkynningu í tölvupósti  þegar nógu margir hafa skráð sig, en sendið mér gjarnan póst ef þið viljið vera með,  johanna@lausnin.is

Byrjum þriðjudag 8. maí nk! 😉

Tímarnir samanstanda af smá innleggi frá leiðbeinanda (mér) í formi hugleiðslu (stuttrar), fyrirlesturs eða „tapping“ (emotional freedom technique) og svo aðalatriðinu:  tjáningu og tengingu þátttakenda. –

Við tengjumst í gegnum ófullkomleikann, þannig að þetta hentar sérstaklega vel fullkomlega ófullkomnu fólki.

Trúnaðar er gætt og tímarnir eru að sjálfsögðu vafðir í ást og umhyggju.

Hópurinn mun starfa a.m.k. maí og júní og e.t.v. lengur, en mun væntanlega taka mér eitthvað frí í júlímánuði. –

Hægt er að lesa um hugmyndafræði mína um sjálfsrækt hér á síðunni og ekki síst í greininni sem er skrifuð á undan þessari –

sjá ef smellt er HÉR

Viðbót:

Tími 1.  Án skilyrða

Tími 2. Sýn og sjón

Tími 3. Bakgarðurinn

Tími 4.  ákvarðanir

Tími 5.  þarfir og langanir

Tími 6.  mörk og markaleysi

Tími 7.  Með meðvitund og athygli

Tími 8.  Þægindahringurinn

Tími 9. ……

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s