„Sparkaðu í rassinn á sjálfum þér“ …..

Eftirfarandi færsla er frásögn af því hvernig ég notaði myndlíkingu af fjallgöngu sem hálfgert markþjálfunartæki fyrir nemendur.

Fjallið sem um ræðir var kallað Hraðbrautarfjallið  notaði ég það sem markþjálfunartæki í Menntaskólanum Hraðbraut þar sem ég var aðstoðarskólastjóri og var viðstödd sex útskriftir stúdenta þaðan. –

Nemendur voru þá að ganga á fjall og á toppnum var mark sem á stóð “STÚDENTSPRÓF”

Fjallið samanstóð af fimmtán hólum (lotum).   Á milli þessara hóla voru lautir,  en það var “hvíldarvika” þar sem nemendur áttu helst flestir að hvíla í,  en sumir þurftu að nýta til að ná upp þeim sem voru búnir.   Það er eins og við þekkjum á fjallgöngu.

Sumir eru alltaf á undan og hafa þá tækifæri til lengri hvíldar í stoppunum. – 

Lotan eða hóllinn samanstóð því af 4 vikum námi, 1 viku lokaprófum, og 1 viku frí.  Eins og áður sagði hvíldust sumir en aðrir þurftu að nota þessa viku til að taka upp 1 -3 próf. –

En einn hóll var kláraður í einu. – 

Hólarnir voru eins og áður sagði 15 stykki. –

Ég teiknaði upp fjallið svo að hver og einn nemandi gæti staðsett sig og jafnvel merkt sig inn á slóðina. Hvar hann væri staddur. –

Gert X yfir þær hæðir sem voru búnar.  Litið yfir farinn veg og séð að hann var e.t.v.  kominn þó nokkuð langt.

Mitt hlutverk, námsráðgjafa, kennara og annars starfsfólks var að vera leiðsögumenn, eða þjálfarar. –  

Ábyrgð göngunnar var á hendi nemenda (og foreldra þeirra sem voru yngri en 18 ára). 

Allir þurftu að ganga sjálfir og bera ábyrgð á göngunni.

Eins og í fjallgöngu, þá þarf að huga að ýmsu.

Útbúnaði – miðað við veður og nesti.

Ekki dugði að fara t.d. í opnum strigaskóm í rigningu og roki.

Þegar hér er talað um nesti og viðbúnað, er m.a. talað um námsgögn og hið huglæga fóður sem kom frá kennurum. 

Svo þurfti auðvitað að búa sig þannig að eitthvað gæti dunið á,  stormar og óveður og þá – er spurning hvernig fólk er búið undir það.  

Fólk sem gengur á fjall, þarf oft að vera búið að styrkja sig.  Það stýrir ekki góðri lukku að ganga algjörlega óþjálfaður á fjall.  –

Þess vegna skiptir máli að vera búin/n að styrkja sig líkamlega og andlega.  Það gildir líka í skólagöngunni. –

Þeir sem höfðu sjálfstraust, sjálfsvirðingu og trú á sjálfum sér gengur yfirleitt betur.   Og auðvitað þeir sem höfðu góða grunnþjálfun. –

Fjallganga er mjög góð líking fyrir skólagöngu, – og í raun lífsgönguna alla. –

Til að undirstrika þetta – bauð ég nemendum í fjallgöngu (alvöru) að hausti og vori.  En þau fengu það metið sem íþróttatíma. 

Margir þáðu að fara í þessar göngur. –

Þær urðu 10 alls.

Hægt að smella hér til að sjá um þær.  HÉR

Ég þekkti ekkert orðið markþjálfun þegar ég var að kenna þessa hugmyndafræði til að ná markmiðinu “STÚDENTSPRÓF”  en fór síðan í markþjálfunartíma til aðstoðarrektors HR, sem sagði að þetta flokkaðist nákvæmlega undir það. –

Í markþjálfun þá setur maður niður skýr markmið, helst mælanleg og tímasetur. –

Síðan þarf að skoða hindranir,  innri og ytri, – og það má kalla t.d. veðrið hindranir,  lofthræðslu, lélegan útbúnað,  lélegt líkamlegt form, afsakanir  o.s.frv.

Þá förum við að sjálfsögðu að skoða,  hvað getum við lagfært og hvað þurfum við að gera ÁÐUR en lagt er í göngu.

Það er EKKER vit í að klífa Hvannadalsnjúk í engu formi. 

Við byrjum á Helgafelli eða jafnvel bara í Elliðaárdalnum. –  Byrjum skref fyrir skref.  –

“Practice makes perfect” –   eða Æfingin skapar meistarann. –

Svo þegar við erum klár t.d. í Esjuna,  þá prófum við hana – og þegar við erum komin upp að Steini, eins og það er kallað – og höfum e.t.v. aldrei komist á toppinn,  og ætlum að fara að gefast upp,  þá er spurning hvor ekki verða að skrifa í gestabókina? … 😉

 

Þessi mynd er reyndar tekin á Keili. –

Einu sinni var ég búin að nota öll ráð sem ég hafði pokahorninu til að hvetja nemanda áfram,  ekki gat ég borið hann á bakinu upp fjallið, enda honum enginn greiði gerður með því. –

Það voru endalausar afsakanir og þetta og hitt sem sem truflaði ..

Ég fór að skynja að þetta voru innri hindranir en ekki ytri og sagði því:

…  „hættu nú þessu volæði, taktu ábyrgð og sparkaðu í rassinn á sjálfum þér“ … ég hálf skammaðist mín fyrir að vera svona gróf,  en þarna var þolinmæðin á þrautum. –  Daginn eftir kom hann til mín og sagði: 

„Jóhanna,  þetta var besta ráðið sem þú gast gefið mér.“ –  og hann stóð sig eftir þetta og kláraði stúdentsprófið á tveimur árum. –

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s